Auði gríðarlega misskipt í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 10:30 Tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands. Ef marka má nýja skýrslu Oxfam er Bretland á meðal þeirra vestrænu ríkja þar sem eignaskipting er einna ójöfnust. Skýrslan sýnir að eitt ríkasta prósent íbúa Bretlands á tuttugu sinnum meira en tuttugu fátækustu prósent íbúanna. Þannig eiga 634 þúsund Bretar 20 sinnum meira en þrettán milljónir Breta. Forsvarsmenn Oxfam biðla nú til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, að vinna í því að minnka eignamuninn milli hópanna. Í skýrslunni, sem byggð er á tölum frá Credit Suisse, kemur fram að tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands, þar af á ríkasta prósentið nærri því fjórðung auðs landsins, eða 23 prósent. Á sama tíma eiga tuttugu fátækustu prósent íbúa landsins einungis 0,8 prósent auðsins. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Oxfam leggi fram eftirfarandi tillögur til að leiðrétta skiptingu auðsins: Að auka ásýnd starfsmanna fyrir stjórnum fyrirtækja, skapa hvata hjá fyrirtækjum til að auka aðgang starfsmanna að starfsþjálfun og menntun, að innleiða reglur um að hæst launaði starfsmaður fyrirtækis geti ekki verið með hærri en tuttuguföld laun lægst launaða starfsmannsins, taka á skattsvikum fyrirtækja og notkun þeirra á skattaparadísum. Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ef marka má nýja skýrslu Oxfam er Bretland á meðal þeirra vestrænu ríkja þar sem eignaskipting er einna ójöfnust. Skýrslan sýnir að eitt ríkasta prósent íbúa Bretlands á tuttugu sinnum meira en tuttugu fátækustu prósent íbúanna. Þannig eiga 634 þúsund Bretar 20 sinnum meira en þrettán milljónir Breta. Forsvarsmenn Oxfam biðla nú til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, að vinna í því að minnka eignamuninn milli hópanna. Í skýrslunni, sem byggð er á tölum frá Credit Suisse, kemur fram að tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands, þar af á ríkasta prósentið nærri því fjórðung auðs landsins, eða 23 prósent. Á sama tíma eiga tuttugu fátækustu prósent íbúa landsins einungis 0,8 prósent auðsins. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Oxfam leggi fram eftirfarandi tillögur til að leiðrétta skiptingu auðsins: Að auka ásýnd starfsmanna fyrir stjórnum fyrirtækja, skapa hvata hjá fyrirtækjum til að auka aðgang starfsmanna að starfsþjálfun og menntun, að innleiða reglur um að hæst launaði starfsmaður fyrirtækis geti ekki verið með hærri en tuttuguföld laun lægst launaða starfsmannsins, taka á skattsvikum fyrirtækja og notkun þeirra á skattaparadísum.
Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira