Ban Ki-moon væntanlegur til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2016 10:50 Ban Ki-moon hefur áður komið til Íslands. Vísir/Arnþór Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði. Mun hann flytja stefnuræðu á þingi Arctic Circle - Hringborði Norðurslóða sem haldið verður í Hörpu 7. - 9. október. Þá mun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands einnig flytja stefnuræðu en ráðherrar frá ýmsum löndum, forystumenn vísindastofnana, atvinnulífs, heimsþekktra umhverfissamtaka og frumbyggjasamfélaga taka þátt í störfum þingsins. Ban Ki-moon, hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 er hann tók við af Kofi Annan. Gegndi hann áður embætti utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Mun hann láta af störfum í árslok en kosning á nýjum framkvæmdastjóra SÞ stendur nú yfir. Hefur hann áður komið til Íslands en árið 2013 kom hann hingað til lands í boði Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra og átti hann fundi með helstu ráðamönnum landsins. Arctic Circle hefur á fáeinum árum orðið stærsti árlegi alþjóðlegi vettvangur um málefni Norðurslóða en á þinginu í ár verður gerð grein fyrir áherslum ríkisstjórnar Barack Obama í formennskutíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu, þróun Yamal Nenets, eins helsta norðursvæðis Rússlands, og stefnu Rússlands í málefnum Norðurslóða. Þá verður einnig greint frá áherslum kanadískra, norskra og danskra stjórnvalda og stofnana, sýn ríkisstjórna Grænlands og Færeyja sem og baráttumálum alþjóðlegu umhverfissamtakanna World Wildlife Fund og Greenpeace. Sérstakar málstofur verða um framlag stjórnvalda og rannsóknarstofnana í Sviss og Hollandi til þróunar Norðurslóða. Hringborð norðurslóða Sameinuðu þjóðirnar Norðurslóðir Tengdar fréttir Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði. Mun hann flytja stefnuræðu á þingi Arctic Circle - Hringborði Norðurslóða sem haldið verður í Hörpu 7. - 9. október. Þá mun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands einnig flytja stefnuræðu en ráðherrar frá ýmsum löndum, forystumenn vísindastofnana, atvinnulífs, heimsþekktra umhverfissamtaka og frumbyggjasamfélaga taka þátt í störfum þingsins. Ban Ki-moon, hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 er hann tók við af Kofi Annan. Gegndi hann áður embætti utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Mun hann láta af störfum í árslok en kosning á nýjum framkvæmdastjóra SÞ stendur nú yfir. Hefur hann áður komið til Íslands en árið 2013 kom hann hingað til lands í boði Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra og átti hann fundi með helstu ráðamönnum landsins. Arctic Circle hefur á fáeinum árum orðið stærsti árlegi alþjóðlegi vettvangur um málefni Norðurslóða en á þinginu í ár verður gerð grein fyrir áherslum ríkisstjórnar Barack Obama í formennskutíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu, þróun Yamal Nenets, eins helsta norðursvæðis Rússlands, og stefnu Rússlands í málefnum Norðurslóða. Þá verður einnig greint frá áherslum kanadískra, norskra og danskra stjórnvalda og stofnana, sýn ríkisstjórna Grænlands og Færeyja sem og baráttumálum alþjóðlegu umhverfissamtakanna World Wildlife Fund og Greenpeace. Sérstakar málstofur verða um framlag stjórnvalda og rannsóknarstofnana í Sviss og Hollandi til þróunar Norðurslóða.
Hringborð norðurslóða Sameinuðu þjóðirnar Norðurslóðir Tengdar fréttir Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09
Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00