Sport

Fyrrum ökuþór í Formúlunni vann gull á Ólympíumóti fatlaðra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zanardi grét er hann tók á móti gullinu í gær.
Zanardi grét er hann tók á móti gullinu í gær. vísir/getty
Það voru nákvæmlega 15 ár í gær síðan Alex Zanardi missti báða fótleggina er hann var keppa í kappakstri. Hann hélt upp á það með því að vinna gull á Ólympíumóti fatlaðra.

Zanardi vann þá gull í handahjólreiðum. Hann vann einnig tvö gull á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan.

„Ég er mjög heppinn. Líf mitt er hlaðið forréttindum. Þetta gull vann ég líka á velli sem var byggður ofan á kappakstursbraut þar sem ég vann minn fyrsta ráspól. Fyrir rómantískan mann eins og mig er það mjög sérstakt,“ sagði hin 49 ára gamli Zanardi eftir að hafa tekið á móti gullinu. Hann á möguleika á því að vinna annað gull síðar á mótinu.

Hann var að keppa í akstri á cart-bílum er hann lenti í alvarlegu slysi sem endaði með því að það varð að fjarlægja báða fætur hans.

Zanardi keppti fyrir Jordan, Minardi, Lotus og Williams á formúluferli sínum. Hann tók alls þátt í 44 keppnum. Sú síðasta var árið 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×