Gwyneth Paltrow borðaði kleinur í hrauninu á Reykjanesi - Myndir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2016 10:36 Reykjanesið heillaði. Vísir/Goop Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow var stödd á Íslandi í sumar og virðist hafa skemmt sér afar vel ef marka má færslu á síðu hennar. Birtir hún þar ferðasögu fimm daga ferðalags síns hér á landi ásamt myndum. Líkt og Vísir greindi frá var Paltrow hér á ferð með börnum sínum, Apple og Moses, sem hún á með Íslandsvininum Chris Martin, söngvara Coldplay. Segir hún í ferðasögu sinni að Ísland sé fullkomið fyrir fjölskylduferð enda hrífi landið með sér bæði börn og fullorðna. Fékk hún lúxusferðaþjónustufyrirtæki til þess að skipuleggja fyrir sig einstaka ferð og markmiðið var einfalt. Þau áttu að fá að sjá eins mikið og mögulegt var á fimm dögum. Á fyrsta degi skellti fjölskyldan sér í fjórhjólaferð um Reykjaneskagann þar sem þau gæddu sér á kleinum í hrauninu. Segir Paltrow að kleinurnar séu keimlíkar kleinuhringjum, bara mun betri. Þá stoppuðu þau á Grillmarkaðinum í kvöldmat áður en þau gistu í Tower Suites Reykjavik.Paltrow á Langjökli.Mynd/GoopMikið var um að vera á öðrum degi ferðarinnar og fóru þau í hvalaskoðun og í hádegismat á Gló en Paltrow hrósar matreiðslubók Sollu Eiríksdóttur, stofnanda Gló, í hástert. Eftir hádegismat fóru þau í Þríhnjúkagíga sem má segja sé að verða einn vinsælasti áfangastaður frægra einstaklinga sem hingað koma til lands en stutt er síðan David Beckham skellti sér þangað ásamt eiginkonu sinni Victoriu.Eftir þéttskipaðan dag fóru þau að lokum í Bláa lónið sem þau segja vera einstakt. Á þriðja degi fetaði fjölskyldan í fótspor Kim Kardashian og fóru þau gullna hringinn áður en þau skelltu sér á snjósleða upp á Langjökul. Þaðan fóru þau á Friðheima sem öðlaðist heimsfrægð þegar Kim og Kanye gæddu sér á tómötum sem ræktaðir eru á staðnum. Á fjórða degi var komið að þyrluferð í Þórsmörk þar sem stoppað var á Gígjökli og komið við hjá Seljalandsfossi. Fimmti og síðasti dagurinn fór svo í hestaferð hjá Sólhestum á Suðurlandi auk þess sem borðaður var hádegismatur við Fjöruborðið á Stokkseyri en Paltrow virðist hafa verið svo hrifinn af matnum að hún útbjó sína eigin uppskrift að íslenskum humri sem lesendur Paltrow geta nálgast hér.Ferðasöguna í heild sinni og fleiri myndir má sjá hér.Við Þríhnjúkagíg.Vísir/Goop Íslandsvinir Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11 Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow var stödd á Íslandi í sumar og virðist hafa skemmt sér afar vel ef marka má færslu á síðu hennar. Birtir hún þar ferðasögu fimm daga ferðalags síns hér á landi ásamt myndum. Líkt og Vísir greindi frá var Paltrow hér á ferð með börnum sínum, Apple og Moses, sem hún á með Íslandsvininum Chris Martin, söngvara Coldplay. Segir hún í ferðasögu sinni að Ísland sé fullkomið fyrir fjölskylduferð enda hrífi landið með sér bæði börn og fullorðna. Fékk hún lúxusferðaþjónustufyrirtæki til þess að skipuleggja fyrir sig einstaka ferð og markmiðið var einfalt. Þau áttu að fá að sjá eins mikið og mögulegt var á fimm dögum. Á fyrsta degi skellti fjölskyldan sér í fjórhjólaferð um Reykjaneskagann þar sem þau gæddu sér á kleinum í hrauninu. Segir Paltrow að kleinurnar séu keimlíkar kleinuhringjum, bara mun betri. Þá stoppuðu þau á Grillmarkaðinum í kvöldmat áður en þau gistu í Tower Suites Reykjavik.Paltrow á Langjökli.Mynd/GoopMikið var um að vera á öðrum degi ferðarinnar og fóru þau í hvalaskoðun og í hádegismat á Gló en Paltrow hrósar matreiðslubók Sollu Eiríksdóttur, stofnanda Gló, í hástert. Eftir hádegismat fóru þau í Þríhnjúkagíga sem má segja sé að verða einn vinsælasti áfangastaður frægra einstaklinga sem hingað koma til lands en stutt er síðan David Beckham skellti sér þangað ásamt eiginkonu sinni Victoriu.Eftir þéttskipaðan dag fóru þau að lokum í Bláa lónið sem þau segja vera einstakt. Á þriðja degi fetaði fjölskyldan í fótspor Kim Kardashian og fóru þau gullna hringinn áður en þau skelltu sér á snjósleða upp á Langjökul. Þaðan fóru þau á Friðheima sem öðlaðist heimsfrægð þegar Kim og Kanye gæddu sér á tómötum sem ræktaðir eru á staðnum. Á fjórða degi var komið að þyrluferð í Þórsmörk þar sem stoppað var á Gígjökli og komið við hjá Seljalandsfossi. Fimmti og síðasti dagurinn fór svo í hestaferð hjá Sólhestum á Suðurlandi auk þess sem borðaður var hádegismatur við Fjöruborðið á Stokkseyri en Paltrow virðist hafa verið svo hrifinn af matnum að hún útbjó sína eigin uppskrift að íslenskum humri sem lesendur Paltrow geta nálgast hér.Ferðasöguna í heild sinni og fleiri myndir má sjá hér.Við Þríhnjúkagíg.Vísir/Goop
Íslandsvinir Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11 Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11
Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04
David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49