Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi sem fram fer 1.-2. október. „Ég á ekki endilega von á því,“ sagði Sigmundur Davíð en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. „Flestir þeirra sem hafa verið í forystu flokksins hafa lýst því yfir, ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja, að þeir muni ekki bjóða sig fram gegn mér.“ Eitt framboð hefur þegar komið fram frá Sveinbirni Eyjólfssyni, forstöðumanni Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Sigmundur Davíð hlaut afgerandi forystu í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sagði hann í gær í viðtali við Vísi að sigurinn gæfi honum aukinn kraft fyrir flokksþingið og Alþingiskosningarnar sem framundan eru. Sigmundur Davíð var einnig spurður um fréttir af því að Sigurður Ingi Jóhannson, forsætisráðherra og formaður flokksins, myndi ekki gegna embætti í forystu flokksins yrði hún óbreytt. Sagðist Sigmundur ekki vilja segja mikið um það annað en að hann og Sigurður Ingi hafi átt gott samstarf frá því að Sigmundur kom fyrst inn í stjórnmálin. „Þar er verið að túlka ummæli hans á lokuðum fundi í flokknum. Ég treysti mér ekki til þess að lesa í þessa túlkun sem ég er ekki alveg viss um að sé rétt. Við Sigurður Ingi höfum starfað saman frá því að ég byrjaði í stjórnmálum og það hefur gengið vel. Við hljótum því að finna út úr öllu þessu saman.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi "Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig" 17. september 2016 19:00 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi sem fram fer 1.-2. október. „Ég á ekki endilega von á því,“ sagði Sigmundur Davíð en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. „Flestir þeirra sem hafa verið í forystu flokksins hafa lýst því yfir, ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja, að þeir muni ekki bjóða sig fram gegn mér.“ Eitt framboð hefur þegar komið fram frá Sveinbirni Eyjólfssyni, forstöðumanni Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Sigmundur Davíð hlaut afgerandi forystu í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sagði hann í gær í viðtali við Vísi að sigurinn gæfi honum aukinn kraft fyrir flokksþingið og Alþingiskosningarnar sem framundan eru. Sigmundur Davíð var einnig spurður um fréttir af því að Sigurður Ingi Jóhannson, forsætisráðherra og formaður flokksins, myndi ekki gegna embætti í forystu flokksins yrði hún óbreytt. Sagðist Sigmundur ekki vilja segja mikið um það annað en að hann og Sigurður Ingi hafi átt gott samstarf frá því að Sigmundur kom fyrst inn í stjórnmálin. „Þar er verið að túlka ummæli hans á lokuðum fundi í flokknum. Ég treysti mér ekki til þess að lesa í þessa túlkun sem ég er ekki alveg viss um að sé rétt. Við Sigurður Ingi höfum starfað saman frá því að ég byrjaði í stjórnmálum og það hefur gengið vel. Við hljótum því að finna út úr öllu þessu saman.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi "Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig" 17. september 2016 19:00 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55
Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi "Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig" 17. september 2016 19:00
Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39