Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2016 22:02 Álagið á kínverska bankakerfið sagt þrefalt yfir hættumörkum. Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna að mati Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Bankinn segir frá þessu í ársfjórðungsúttekt sinni en þar kemur fram að álagið á kínverska bankakerfið sé þrefalt yfir hættumörkum þegar skuldir eru bornar saman við verga landsframleiðslu. Á fyrsta ársfjórðungnum í ár var bilið 30,1 en hættumörkin miðast við 10. Fyrir ári síðan var bilið í Kína 25,4. Alþjóðagreiðslubankinn reiknar þetta bil með því að horfa til útlána í samhengi við stærð efnahagskerfisins. Þegar mikill munur er á milli þessara tveggja þátta telur Alþjóðagreiðslubankinn miklar líkur á bankakreppu. Alþjóðagreiðslubankinn í BAsel var stofnaður árið 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Hann er í eigu fjölmargra banka og er í senn banki seðlabankanna og sagður mikilvæg rannsókna- og greiningastofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Sjá nánar á vef Seðlabanka Íslands hér. Í ársfjórðungsuppgjöri bankans kemur fram að það hafi komið mörgum á óvart hversu fljótt markaðir náðu að jafna sig á ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. „Í ljósi þeirrar pólitísku og efnahagslegu óvissu sem fylgdi þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ er haft eftir Claudio Borio hjá Alþjóðagreiðslubankanum á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hann varar hins vegar við því að alþjóðamarkaðir séu enn í viðkvæmir vegna Brexit. Brexit Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Líkur á bankakreppu í Kína hafa aukist til muna að mati Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Bankinn segir frá þessu í ársfjórðungsúttekt sinni en þar kemur fram að álagið á kínverska bankakerfið sé þrefalt yfir hættumörkum þegar skuldir eru bornar saman við verga landsframleiðslu. Á fyrsta ársfjórðungnum í ár var bilið 30,1 en hættumörkin miðast við 10. Fyrir ári síðan var bilið í Kína 25,4. Alþjóðagreiðslubankinn reiknar þetta bil með því að horfa til útlána í samhengi við stærð efnahagskerfisins. Þegar mikill munur er á milli þessara tveggja þátta telur Alþjóðagreiðslubankinn miklar líkur á bankakreppu. Alþjóðagreiðslubankinn í BAsel var stofnaður árið 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Hann er í eigu fjölmargra banka og er í senn banki seðlabankanna og sagður mikilvæg rannsókna- og greiningastofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Sjá nánar á vef Seðlabanka Íslands hér. Í ársfjórðungsuppgjöri bankans kemur fram að það hafi komið mörgum á óvart hversu fljótt markaðir náðu að jafna sig á ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. „Í ljósi þeirrar pólitísku og efnahagslegu óvissu sem fylgdi þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ er haft eftir Claudio Borio hjá Alþjóðagreiðslubankanum á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hann varar hins vegar við því að alþjóðamarkaðir séu enn í viðkvæmir vegna Brexit.
Brexit Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira