NFL: Óvæntur sigur Rams í sögulegri heimkomu | Sjáðu öll snertimörk helgarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. september 2016 09:30 Robert Quinn fagnar eftir að hafa fellt Russell Wilson. Vísir/Getty LA Rams náði að svara fyrir hörmulega frammistöðu sína í fyrstu umferð tímabilsins í NFL-deildinni með því að vinna meistaraefnin í Seattle Seahawks á heimavelli í gær, 9-3. Rams skoraði ekki eitt einasta stig þegar liðið steinlá fyrir San Francisco 49ers aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku. Leikstjórnandinn Case Keenum náði reyndar ekki heldur að kasta fyrir snertimarki í nótt en kom liðinu þó nógu langt til að skora þrjú vallarmörk. Vörn Rams sá svo um að halda Russell Wilson og hans mönnum í Seattle í skefjum og náðu gestirnir að skora aðeins eitt vallarmark í leiknum. Þetta var fyrsti heimaleikur Rams í Los Angeles í 22 ár en liðið flutti þangað aftur frá St. Louis í sumar. Rúmlega 91 þúsund manns voru á leiknum og fögnuðu sigrinum vel og innilega.Adrian Peterson gat ekki stigið í hægri löppina í gær.Vísir/GettyVíkingaklappið í sigurliði Minnesota Vikings vann Green Bay Packers í næturleiknum, 17-14, í fyrsta leik sínum á nýjum leikvangi sem var vígður með frumsýningu á Víkingaklappinu, eins og áður hefur verið fjallað um. Sjá einnig: Víkingaklappið virkaði fyrir Minnesota Vikings Þetta var fyrsti leikur leikstjórnandans Sam Bradford í byrjunarliði Minnesota en hann var fenginn til liðsins nokkrum dögum fyrir tímabilið er Teddy Bridgewater sleitt krossband í hné á æfingu. Bradford kastaði fyrir tveimur snertimörkum og vörn Vikings sá um að halda Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, í skefjum. Rodgers var felldur fimm sinnum í leiknum og tapaði boltanum tvívegis í fjórða leikhluta. Sigurinn var þó súrsætur fyrir Vikings sem missti sinn besta leikmann, hlauparann Adrian Peterson, af velli vegna hnémeiðsla. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.Jimmy Garoppolo meiddist á öxl.Vísir/GettyAfleysingamaður Brady meiddist Önnur meiðsli sem skóku deildina í gær voru meiðsli Jimmy Garoppolo hjá New England Patriots. Garoppolo er að leysa Tom Brady af hólmi á meðan að sá síðarnefndi tekur út fjögurra leikja bann. Garoppolo átti frábæran leik og kastaði fyrir þremur snertimörkum áður en hann fór af velli vegna axlarmeiðsla í öðrum leikhluta. Patriots náði að hanga á forystunni og vinna sigur, 31-24. Þess má geta að Rob Gronkowski, einn besti innherji deildarinnar, spilaði ekki heldur með Patriots í nótt vegna meiðsla. Liðið hefur þrátt fyrir það unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Jacoby Brissett tók við Garoppolo og gæti nú fengið það óvænta hlutverk að vera í aðalhlutverki Patriots næstu tvær helgar. Úrslit helgarinnar má sjá hér fyrir neðan en umferðinni lýkur með leik Philadelphia Eagles og Chicago Bears í kvöld. Hér má sjá öll snertimörk helgarinnar og hér hestu tilþrifin.Úrslit gærdagsins: Carolina - San Francisco 46-27 Cleveland - Baltimore 20-25 Detroit - Tennessee 15-16 Houston - Kansas City 19-12 New England - Miami 31-24 NY Giants - New Orleans 16-13 Pittsburgh - Cincinnati 24-16 Washington - Dallas 23-27 Arizona - Tampa Bay 40-7 LA Rams - Seattle 9-3 Denver - Indianapolis 34-20 Oakland - Atlanta 28-35 San Diego - Jacksonville 38-14 Minnesota - Green Bay 17-14 NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira
LA Rams náði að svara fyrir hörmulega frammistöðu sína í fyrstu umferð tímabilsins í NFL-deildinni með því að vinna meistaraefnin í Seattle Seahawks á heimavelli í gær, 9-3. Rams skoraði ekki eitt einasta stig þegar liðið steinlá fyrir San Francisco 49ers aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku. Leikstjórnandinn Case Keenum náði reyndar ekki heldur að kasta fyrir snertimarki í nótt en kom liðinu þó nógu langt til að skora þrjú vallarmörk. Vörn Rams sá svo um að halda Russell Wilson og hans mönnum í Seattle í skefjum og náðu gestirnir að skora aðeins eitt vallarmark í leiknum. Þetta var fyrsti heimaleikur Rams í Los Angeles í 22 ár en liðið flutti þangað aftur frá St. Louis í sumar. Rúmlega 91 þúsund manns voru á leiknum og fögnuðu sigrinum vel og innilega.Adrian Peterson gat ekki stigið í hægri löppina í gær.Vísir/GettyVíkingaklappið í sigurliði Minnesota Vikings vann Green Bay Packers í næturleiknum, 17-14, í fyrsta leik sínum á nýjum leikvangi sem var vígður með frumsýningu á Víkingaklappinu, eins og áður hefur verið fjallað um. Sjá einnig: Víkingaklappið virkaði fyrir Minnesota Vikings Þetta var fyrsti leikur leikstjórnandans Sam Bradford í byrjunarliði Minnesota en hann var fenginn til liðsins nokkrum dögum fyrir tímabilið er Teddy Bridgewater sleitt krossband í hné á æfingu. Bradford kastaði fyrir tveimur snertimörkum og vörn Vikings sá um að halda Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, í skefjum. Rodgers var felldur fimm sinnum í leiknum og tapaði boltanum tvívegis í fjórða leikhluta. Sigurinn var þó súrsætur fyrir Vikings sem missti sinn besta leikmann, hlauparann Adrian Peterson, af velli vegna hnémeiðsla. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.Jimmy Garoppolo meiddist á öxl.Vísir/GettyAfleysingamaður Brady meiddist Önnur meiðsli sem skóku deildina í gær voru meiðsli Jimmy Garoppolo hjá New England Patriots. Garoppolo er að leysa Tom Brady af hólmi á meðan að sá síðarnefndi tekur út fjögurra leikja bann. Garoppolo átti frábæran leik og kastaði fyrir þremur snertimörkum áður en hann fór af velli vegna axlarmeiðsla í öðrum leikhluta. Patriots náði að hanga á forystunni og vinna sigur, 31-24. Þess má geta að Rob Gronkowski, einn besti innherji deildarinnar, spilaði ekki heldur með Patriots í nótt vegna meiðsla. Liðið hefur þrátt fyrir það unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Jacoby Brissett tók við Garoppolo og gæti nú fengið það óvænta hlutverk að vera í aðalhlutverki Patriots næstu tvær helgar. Úrslit helgarinnar má sjá hér fyrir neðan en umferðinni lýkur með leik Philadelphia Eagles og Chicago Bears í kvöld. Hér má sjá öll snertimörk helgarinnar og hér hestu tilþrifin.Úrslit gærdagsins: Carolina - San Francisco 46-27 Cleveland - Baltimore 20-25 Detroit - Tennessee 15-16 Houston - Kansas City 19-12 New England - Miami 31-24 NY Giants - New Orleans 16-13 Pittsburgh - Cincinnati 24-16 Washington - Dallas 23-27 Arizona - Tampa Bay 40-7 LA Rams - Seattle 9-3 Denver - Indianapolis 34-20 Oakland - Atlanta 28-35 San Diego - Jacksonville 38-14 Minnesota - Green Bay 17-14
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira