Margrét Lára: Núllið er eins og barnið okkar og við gerum allt til að vernda það Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 19:15 Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Sjá meira
Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Sjá meira
Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45
Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00