Margrét Lára: Núllið er eins og barnið okkar og við gerum allt til að vernda það Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 19:15 Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira
Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira
Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45
Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00