Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. september 2016 11:23 Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld. Skjáskot Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson hafa kært andlát sonar síns til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kæran var lögð fram í gær. Sigríður og Karl sögðu frá fæðingu og andláti Nóa Hrafns í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld. Sigríður og Karl munu einnig krefjast skaða- og miskabóta úr hendi spítalans upp á tugi milljóna króna. Greint var frá kærunni í kvöldfréttum RÚV í gær. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga á Landspítala, að spítalinn vinni nú að umbótum vegna málsins, til að tryggja að slíkt eigi sér ekki stað aftur. „Þetta mál hefur gríðarlegar afleiðingar. Þetta er ólýsanlegur harmleikur fyrir foreldrana og við á landspítalanum tökum þetta mál mjög alvarlega. Það er enginn sem vill að neitt af þessu tagi endurtaki sig og við höfum nú þegar lagt okkur mjög fram um að tryggja að þetta geti ekki endurtekið sig,” sagði Ólafur.Ráðist hefur verið í umbætur Aðspurður segir Ólafur að þegar hafi verið ráðist í umbætur vegna málsins. „Það hefur þegar verið ráðist í þá vinnu sem við leggjum þunga áherslu á. Sú vinna varðar bæði samskipti, samvinnu og ýmis konar tæknilausnir sem bæta eftirlit með fæðingum.“ Í viðtali í kvöldfréttum RÚV sagði Ólafur að lagaramminn sé óskýr og orðalagið óljóst. Óskað hefur verið eftir því að breytingar verði gerðar á lögum og ákvæðið skýrt. Sú beiðni liggur nú á borði velferðarráðuneytisins. „Og það er því miður þannig að mál Nóa Hrafns var óskýrt í okkar huga, hvort við ættum að tilkynna það til lögreglunnar eða ekki, og það er þess vegna gríðarlega brýnt að þessari vinnu verði lokið sem allra first,” sagði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að ekki sé hægt að útiloka að aðstæður innan landspítalans hafi haft áhrif á mál Nóa Hrafns. Verkföll ljósmæðra og lækna voru þá nýafstaðin og mál hjúkrunarfræðings, sem síðar fór fyrir dómstóla, var þá til rannsóknar. „Það er aldrei hægt að útiloka slíkt. En við höfum svo sem engar sönnur fyrir því að svo hafi verið,“ sagði Ólafur.Alltaf eigi að kalla til lögreglu Birgir Jakobsson landlæknir segir að kalla eigi til lögreglu ef einhver deyr af óljósum ástæðum á Landspítalanum svo að ganga megi úr skugga um að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. „Hins vegar finnst mér að þegar það er óvissa um tilkynningaskyldu til lögreglu þá er betra að tilkynna oftar en sjaldnar. Það verður að leita af sér allan grun og það verður að gera það alveg í byrjun. Þess vegna er mjög mikilvægt að svona hlutir séu tilkynntir strax til lögreglu,“ sagði Birgir. Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson hafa kært andlát sonar síns til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kæran var lögð fram í gær. Sigríður og Karl sögðu frá fæðingu og andláti Nóa Hrafns í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld. Sigríður og Karl munu einnig krefjast skaða- og miskabóta úr hendi spítalans upp á tugi milljóna króna. Greint var frá kærunni í kvöldfréttum RÚV í gær. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga á Landspítala, að spítalinn vinni nú að umbótum vegna málsins, til að tryggja að slíkt eigi sér ekki stað aftur. „Þetta mál hefur gríðarlegar afleiðingar. Þetta er ólýsanlegur harmleikur fyrir foreldrana og við á landspítalanum tökum þetta mál mjög alvarlega. Það er enginn sem vill að neitt af þessu tagi endurtaki sig og við höfum nú þegar lagt okkur mjög fram um að tryggja að þetta geti ekki endurtekið sig,” sagði Ólafur.Ráðist hefur verið í umbætur Aðspurður segir Ólafur að þegar hafi verið ráðist í umbætur vegna málsins. „Það hefur þegar verið ráðist í þá vinnu sem við leggjum þunga áherslu á. Sú vinna varðar bæði samskipti, samvinnu og ýmis konar tæknilausnir sem bæta eftirlit með fæðingum.“ Í viðtali í kvöldfréttum RÚV sagði Ólafur að lagaramminn sé óskýr og orðalagið óljóst. Óskað hefur verið eftir því að breytingar verði gerðar á lögum og ákvæðið skýrt. Sú beiðni liggur nú á borði velferðarráðuneytisins. „Og það er því miður þannig að mál Nóa Hrafns var óskýrt í okkar huga, hvort við ættum að tilkynna það til lögreglunnar eða ekki, og það er þess vegna gríðarlega brýnt að þessari vinnu verði lokið sem allra first,” sagði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að ekki sé hægt að útiloka að aðstæður innan landspítalans hafi haft áhrif á mál Nóa Hrafns. Verkföll ljósmæðra og lækna voru þá nýafstaðin og mál hjúkrunarfræðings, sem síðar fór fyrir dómstóla, var þá til rannsóknar. „Það er aldrei hægt að útiloka slíkt. En við höfum svo sem engar sönnur fyrir því að svo hafi verið,“ sagði Ólafur.Alltaf eigi að kalla til lögreglu Birgir Jakobsson landlæknir segir að kalla eigi til lögreglu ef einhver deyr af óljósum ástæðum á Landspítalanum svo að ganga megi úr skugga um að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. „Hins vegar finnst mér að þegar það er óvissa um tilkynningaskyldu til lögreglu þá er betra að tilkynna oftar en sjaldnar. Það verður að leita af sér allan grun og það verður að gera það alveg í byrjun. Þess vegna er mjög mikilvægt að svona hlutir séu tilkynntir strax til lögreglu,“ sagði Birgir.
Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55
„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34
„Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18
Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02