Hæst launuðu fyrirsætur heims Ritstjórn skrifar 1. september 2016 16:30 Gisele Bundchen heldur sínu sæti á toppi listans og Adriana Lima er þægileg í öðru sætinu. Mynd/Getty Listinn yfir hæst launuðu fyrirsætur heims er gefinn út af tímaritinu Forbes á hverju ári og nú hefur nýi listinn loksins verið gefinn út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen vermi efsta sætið en þar hefur hún haldið sig seinustu ár. Þrátt fyrir að hún tróni á toppnum ár eftir ár þá hafa laun hennar farið minnkandi með árunum. Í ár vann hún sér inn 30.5 milljónir dollara en í fyrra voru það 44 milljónir. Árið 2014 vann hún sér inn 47 milljónir dollara. Beint á eftir henni kemur samlandi hennar, Adriana Lima, en hún var með 10.5 milljónir dollara í laun. Fyrirsæturnar Kendall Jenner og Karlie Kloss deila þriðja og fjórða sætinu en þær voru báðar með 10 milljónir dollara í laun. Á eftir þeim koma svo Rosie Huntington-Whiteley, Gigi Hadid, Lily Aldridge, Taylor Hill, Barbara Palvin, Cara Delevigne og fleiri. Listann má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Töffari sem elskar leður, blúndu og svart Glamour Í grænum kápum í Stokkhólmi Glamour Rihanna brýtur reglurnar í nýjasta tölublaði Paper Glamour Rauði dregillinn fyrir BRIT verðlaunin var skrautlegur Glamour Það er kominn tími til að safna hári Glamour "Mér finnst þetta óþægilegt" Glamour Mary J Blige brýtur í blað í sögu Óskarsins Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Vel klædd í -17 stiga frosti í New York Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour
Listinn yfir hæst launuðu fyrirsætur heims er gefinn út af tímaritinu Forbes á hverju ári og nú hefur nýi listinn loksins verið gefinn út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen vermi efsta sætið en þar hefur hún haldið sig seinustu ár. Þrátt fyrir að hún tróni á toppnum ár eftir ár þá hafa laun hennar farið minnkandi með árunum. Í ár vann hún sér inn 30.5 milljónir dollara en í fyrra voru það 44 milljónir. Árið 2014 vann hún sér inn 47 milljónir dollara. Beint á eftir henni kemur samlandi hennar, Adriana Lima, en hún var með 10.5 milljónir dollara í laun. Fyrirsæturnar Kendall Jenner og Karlie Kloss deila þriðja og fjórða sætinu en þær voru báðar með 10 milljónir dollara í laun. Á eftir þeim koma svo Rosie Huntington-Whiteley, Gigi Hadid, Lily Aldridge, Taylor Hill, Barbara Palvin, Cara Delevigne og fleiri. Listann má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Töffari sem elskar leður, blúndu og svart Glamour Í grænum kápum í Stokkhólmi Glamour Rihanna brýtur reglurnar í nýjasta tölublaði Paper Glamour Rauði dregillinn fyrir BRIT verðlaunin var skrautlegur Glamour Það er kominn tími til að safna hári Glamour "Mér finnst þetta óþægilegt" Glamour Mary J Blige brýtur í blað í sögu Óskarsins Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Vel klædd í -17 stiga frosti í New York Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour