Flugmódel af Geysi flýgur í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2016 19:45 Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér. Fréttir af flugi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér.
Fréttir af flugi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira