Innlent

Vætuspá fyrir Bieber

Birgir Olgeirsson skrifar
Gallharðir Bieber-aðdáendur eru vafalaust ekki að fara láta nokkra dropa stoppa sig.
Gallharðir Bieber-aðdáendur eru vafalaust ekki að fara láta nokkra dropa stoppa sig.
Búast má við töluverðri úrkomu þegar tónleikagestir fara á Justin Bieber-tónleikana í Kórahverfi í Kópavogi á fimmtudag. Búast má við austan átt, 5 -13 metrum á sekúndu yfir daginn, og rigningu á höfuðborgarsvæðinu fram eftir degi.

Hætt er við því að töluverð rigning verði enn þá þegar tónleikagestir eru að koma sér á tónleikana en gera má ráð fyrir miðað við spár í dag að búið verði að stytta upp þegar tónleikunum lýkur. 

Í vikunni má búast við frekar hefðbundnu haustveðri þar sem gengur á með lægðum og tilheyrandi roki og rigningu inni á milli. Spáin fyrir daginn á dag var fremur slæm fram eftir síðustu viku og alla helgina en lægðin sem átti að ná inn til landsins í dag fór suður fyrir landið og því ekki eins slæmt veður í dag og búist var við. 

Veðurspáin fyrir næstu helgi er fremur óróleg og virðist næsta vika ætla að byrja með látum, að sögn veðurfræðings, með lægðagangi og leiðindum. Þó er engin snjókoma í kortunum á láglendi og frekar hlýtt miðað við árstíma en þeir sem fara um hálendið mega geta búist við snjókomu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-10 m/s SV-lands, annars hægari vindur. Lítils háttar rigning eða skúrir, en úrkomulítið á N-landi. Hiti 8 til 13 stig.

Á fimmtudag:

Austan 5-13 m/s, en norðaustan 8-15 fyrir norðan og austan um kvöldið. Rigning með köflum, hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Norðanátt og talsverð rigning N-til á landinu, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag og sunnudag:

Norðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, einkum N- og A-lands. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×