Íslenski boltinn

Titilvonir Vals litlar eftir skell á Akureyri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sandra María var á skotskónum í dag.
Sandra María var á skotskónum í dag. vísir/anton
Þór/KA gerði sér lítið fyrir og skellti Val, 4-0, í Pepsi-deild kvenna fyrir norðan, en eftir þetta tap eru titilmöguleikar Vals nánast úr sögunni.

Valur vann góðan sigur á Stjörnunni í síðasta leik og hefði með sigri í dag getað haldið í við toppliðin, en það var ekki uppá teningnum.

Anna Rakel Pétursdóttir kom Þór/KA yfir á tíundu mínútu og þrettán mínútum síðar tvöfaldaði Sandra Gutierrez forystuna og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen skoruðu sitthvort markið í síðari hálfleik og lokatölur 4-0.

Valur er því í þriðja sætinu með 30 stig - sjö stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. Þór/KA er í fjórða sætinu með 28 stig.

Markaskorarar og úrslit eru fengin frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×