Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 15:45 Skærasta stjarna heims stígur á svið í Kórnum í Kópavogi annað kvöld. vísir/getty Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52
Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38
Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00