Mismunun tónleikagesta Rut Þorsteinsdóttir skrifar 9. september 2016 08:15 Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Í mínum huga er það óumdeilanlegt að tilfinninganleg upplifun fylgir því að hlusta á tónlist. Hver sú upplifun er, og hversu sterk hún verður, ræðst aftur á móti af ýmsum ólíkum þáttum bæði persónulegum og úr umhverfinu. Einstaklingurinn þróar með sér tónlistarsmekk sem er persónubundinn en um leið getur hann sameinað og skapað félagslega einingu. Við notum oft tónlist til að hafa áhrif á tilfinningar okkar, endurspegla þær eða miðla þeim. Hvort sem það er reiði eða ofsakæti, fögnuður eða söknuður. Tónlist er því í eðli sínu samskiptaform. Lifandi tónlistarflutningur er einstakur fyrir margra hluta sakir. Með honum getur skapast einstakt andrúmsloft á milli flytjanda og hlustenda. Upplifunin af tónlistinni verður þá enn sterkari fyrir vikið. Í kjölfar hinna miklu tæknibreytinga sem hafa orðið í miðlun tónlistar hefur tónlistarhlustun aukist gífurlega. Lítið mál er að nálgast tónlist með því að hlaða henni niður af veraldarvefnum á stafrænu formi og vista til afspilunar síðar meir af snjallsíma. Þessum breyttu aðstæðum hafa margir tónlistarmenn svarað með auknu framboði á lifandi tónlistarflutningi. Til að fara á tónleika hjá helstu átrúnaðargoðum sínum eru margir, óháð aldri, tilbúnir til að leggja allt í sölunnar. Að fá að berja augum, og taka þátt í algleymi fjölmennra tónleika, fræga listamenn sem hafa jafnvel komið um langan veg til að skemmta er eitthvað sem greipist í minni manns. Upplifun og tilfinning sem að þú mannst alla tíð. Og enn minnistæðara er það ef um heimsfræga listamenn er að ræða sem að þú hefur fylgst lengi með. Þá fer allt lífið að snúast um að komast á þennan tiltekna viðburð. Ég er með meðfædda CP fötlun og þarf því að nota hjólastól. Til þess að geta sótt tónleika þarf ég á aðstoðarmanneskju að halda. Á stærri tónleikum hérlendis eru oftast sérstök svæði fyrir hjólastóla og gert ráð fyrir aðstoðarmanneskju. Í nágrannlöndum okkar, Danmörk og Svíþjóð, kaupirðu einn miða á tónleika á hjólastólasvæði óháð því að þurfa aðstoð. Til að sannreyna þetta snéri ég mér til Stockolm Globe Arenas í aðdraganda Eurovision keppninnar 2016. Og mikið rétt, einn miði fyrir einn tónleikagest – óháð því hvar hann situr. Í kvöld sæki ég tónleika stjórstjörnunnar Justin Bieber. Þá þarf ég að kaupa einn miða fyrir mig og annan fyrir aðstoðarmanneskju mína en það gera 32.000 krónur í stað 16.000. Þeir sem eru í forsvari fyrir tónleikahúsin vísa á tónleikahaldarana og segja að þetta sé þeirra ákvörðun að rukka fatlaða tvöfalt. Líklega óttast tónleikahaldarar tekjumissi og að fatlaðir einstaklingar hópist á tónleikana með aðstoðarfólk sem hefði annars sótt þá. Í mínum tilfelli hefur aðstoðarmanneskjan ekki áhuga eða smekk fyrir tónlistinni og er eingöngu að fylgja mér. Kannski finnst ófötluðu fólki þetta eðlilegir viðskiptahættir en mér finnst þetta mismunun. Þetta er ekki mitt val. Það er ekkert sem að ég þrái frekar en að fara tónleika og upplifa þá - án aðstoðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Í mínum huga er það óumdeilanlegt að tilfinninganleg upplifun fylgir því að hlusta á tónlist. Hver sú upplifun er, og hversu sterk hún verður, ræðst aftur á móti af ýmsum ólíkum þáttum bæði persónulegum og úr umhverfinu. Einstaklingurinn þróar með sér tónlistarsmekk sem er persónubundinn en um leið getur hann sameinað og skapað félagslega einingu. Við notum oft tónlist til að hafa áhrif á tilfinningar okkar, endurspegla þær eða miðla þeim. Hvort sem það er reiði eða ofsakæti, fögnuður eða söknuður. Tónlist er því í eðli sínu samskiptaform. Lifandi tónlistarflutningur er einstakur fyrir margra hluta sakir. Með honum getur skapast einstakt andrúmsloft á milli flytjanda og hlustenda. Upplifunin af tónlistinni verður þá enn sterkari fyrir vikið. Í kjölfar hinna miklu tæknibreytinga sem hafa orðið í miðlun tónlistar hefur tónlistarhlustun aukist gífurlega. Lítið mál er að nálgast tónlist með því að hlaða henni niður af veraldarvefnum á stafrænu formi og vista til afspilunar síðar meir af snjallsíma. Þessum breyttu aðstæðum hafa margir tónlistarmenn svarað með auknu framboði á lifandi tónlistarflutningi. Til að fara á tónleika hjá helstu átrúnaðargoðum sínum eru margir, óháð aldri, tilbúnir til að leggja allt í sölunnar. Að fá að berja augum, og taka þátt í algleymi fjölmennra tónleika, fræga listamenn sem hafa jafnvel komið um langan veg til að skemmta er eitthvað sem greipist í minni manns. Upplifun og tilfinning sem að þú mannst alla tíð. Og enn minnistæðara er það ef um heimsfræga listamenn er að ræða sem að þú hefur fylgst lengi með. Þá fer allt lífið að snúast um að komast á þennan tiltekna viðburð. Ég er með meðfædda CP fötlun og þarf því að nota hjólastól. Til þess að geta sótt tónleika þarf ég á aðstoðarmanneskju að halda. Á stærri tónleikum hérlendis eru oftast sérstök svæði fyrir hjólastóla og gert ráð fyrir aðstoðarmanneskju. Í nágrannlöndum okkar, Danmörk og Svíþjóð, kaupirðu einn miða á tónleika á hjólastólasvæði óháð því að þurfa aðstoð. Til að sannreyna þetta snéri ég mér til Stockolm Globe Arenas í aðdraganda Eurovision keppninnar 2016. Og mikið rétt, einn miði fyrir einn tónleikagest – óháð því hvar hann situr. Í kvöld sæki ég tónleika stjórstjörnunnar Justin Bieber. Þá þarf ég að kaupa einn miða fyrir mig og annan fyrir aðstoðarmanneskju mína en það gera 32.000 krónur í stað 16.000. Þeir sem eru í forsvari fyrir tónleikahúsin vísa á tónleikahaldarana og segja að þetta sé þeirra ákvörðun að rukka fatlaða tvöfalt. Líklega óttast tónleikahaldarar tekjumissi og að fatlaðir einstaklingar hópist á tónleikana með aðstoðarfólk sem hefði annars sótt þá. Í mínum tilfelli hefur aðstoðarmanneskjan ekki áhuga eða smekk fyrir tónlistinni og er eingöngu að fylgja mér. Kannski finnst ófötluðu fólki þetta eðlilegir viðskiptahættir en mér finnst þetta mismunun. Þetta er ekki mitt val. Það er ekkert sem að ég þrái frekar en að fara tónleika og upplifa þá - án aðstoðar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun