Íslenski boltinn

Eyjakonur sóttu sigur á Skagann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjakonur eru á góðri siglingu í Pepsi-deildinni.
Eyjakonur eru á góðri siglingu í Pepsi-deildinni. vísir/hanna
ÍBV vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum þegar liðið lagði ÍA að velli í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Cloe Lacasse á 46. mínútu. Þetta var áttunda mark hennar í Pepsi-deildinni í sumar.

Þremur mínútum síðar fengu Skagakonur kjörið tækifæri til að jafna metin þegar Kristinn Friðrik Hrafnsson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu á Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur, markvörð ÍBV.

Cathrine Dyngvold fór á punktinn en skaut framhjá.

ÍA tókst ekki að jafna metin og þurfti því að sætta sig við sitt tíunda tap í Pepsi-deildinni í sumar.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×