Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 20:19 Guðmundur Guðmundsson fagnar í leikslok. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. Guðmundur ákvað að breyta út frá venju sinni og undirbúa lið sitt öðruvísi fyrir gullleikinn og það gekk upp. Guðmundur fór yfir þennan sérstaka undirbúning sinn í viðtali við Vísi eftir verðlaunaafhendinguna í kvöld. „Ég er búinn að tala mikið við leikmennina og við horfðum ekki svo mikið á myndbönd núna. Ég er búinn að tala mjög mikið á þeim nótum að við erum að fara í leikinn til þess að vinna hann. Við erum ekki að fara þarna til að gera neitt annað og við getum það," sagði Guðmundur. „Ég er búinn að tala mjög mikið um þetta og að nota tækifærið því tækifærið er núna. Það er ekki eftir fjögur ár eða í næstu stórkeppni. Tækifærið er núna, við ætlum að taka það og fara alla leið," sagði Guðmundur og hélt áfram: „Ég sagði við þá stuttu áður en við fórum inn á völlinn: Þetta verður stórkostlegur dagur fyrir okkur. Svo sagði ég líka við þá að vinna Ólympíugull það getur breytt lífi manna á jákvæðan hátt. Ég er búinn að tala á þessum nótum og að við viljum skapa nýja sögu hérna fyrir Danmörk," sagði Guðmundur en hann segist hafa nýtt vel reynslu sína frá 2008 þegar hann tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna með íslenska landsliðinu. „Á síðasta fundi þá töluðum við bara saman um þetta. Við vorum ekki að horfa á vídeó sem er óvenjulegt. Ég breytti áherslunum hvað þetta varðar og fékk þá til þess að trúa á það að þetta væri mögulegt," sagði Guðmundur. Hann skipti markverði sínum út og notaði aukmanninn í sókninni í byrjun leiks. Sóknarleikurinn fór því vel af stað en Frakkar skoruðu reyndar þrisvar í tómt markið. „Hluti af þessum sem var mjög mikilvægt var að byrja leikinn. Við vorum með ákveðinn hroka að byrja leikinn sjö á móti sex. Það er erfitt að byrja svona leik og við skorum mörk í byrjun. Þetta hefur kosti og galla en það sló okkur ekkert útaf laginu því við komum inn í þetta öðruvísi," sagði Guðmundur. „Mér fannst þetta gefa tóninn og þetta snérist svolítið um það.Við vorum líka alveg tilbúnir að bakka út úr þessu og spila okkar leik. Við gerðum það líka," sagði Guðmundur. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. Guðmundur ákvað að breyta út frá venju sinni og undirbúa lið sitt öðruvísi fyrir gullleikinn og það gekk upp. Guðmundur fór yfir þennan sérstaka undirbúning sinn í viðtali við Vísi eftir verðlaunaafhendinguna í kvöld. „Ég er búinn að tala mikið við leikmennina og við horfðum ekki svo mikið á myndbönd núna. Ég er búinn að tala mjög mikið á þeim nótum að við erum að fara í leikinn til þess að vinna hann. Við erum ekki að fara þarna til að gera neitt annað og við getum það," sagði Guðmundur. „Ég er búinn að tala mjög mikið um þetta og að nota tækifærið því tækifærið er núna. Það er ekki eftir fjögur ár eða í næstu stórkeppni. Tækifærið er núna, við ætlum að taka það og fara alla leið," sagði Guðmundur og hélt áfram: „Ég sagði við þá stuttu áður en við fórum inn á völlinn: Þetta verður stórkostlegur dagur fyrir okkur. Svo sagði ég líka við þá að vinna Ólympíugull það getur breytt lífi manna á jákvæðan hátt. Ég er búinn að tala á þessum nótum og að við viljum skapa nýja sögu hérna fyrir Danmörk," sagði Guðmundur en hann segist hafa nýtt vel reynslu sína frá 2008 þegar hann tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna með íslenska landsliðinu. „Á síðasta fundi þá töluðum við bara saman um þetta. Við vorum ekki að horfa á vídeó sem er óvenjulegt. Ég breytti áherslunum hvað þetta varðar og fékk þá til þess að trúa á það að þetta væri mögulegt," sagði Guðmundur. Hann skipti markverði sínum út og notaði aukmanninn í sókninni í byrjun leiks. Sóknarleikurinn fór því vel af stað en Frakkar skoruðu reyndar þrisvar í tómt markið. „Hluti af þessum sem var mjög mikilvægt var að byrja leikinn. Við vorum með ákveðinn hroka að byrja leikinn sjö á móti sex. Það er erfitt að byrja svona leik og við skorum mörk í byrjun. Þetta hefur kosti og galla en það sló okkur ekkert útaf laginu því við komum inn í þetta öðruvísi," sagði Guðmundur. „Mér fannst þetta gefa tóninn og þetta snérist svolítið um það.Við vorum líka alveg tilbúnir að bakka út úr þessu og spila okkar leik. Við gerðum það líka," sagði Guðmundur.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Sjá meira
Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16
Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24
Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00
Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23