Tyra Banks mun kenna við Stanford háskólann Ritstjórn skrifar 22. ágúst 2016 14:30 Tyra er algjör sérfræðingur í persónulegri markaðssetningu. Mynd/Getty Bandaríska ofurfyrirsætan Tyra Banks kemur til með að kenna kúrs í M.B.A námi við Stanford háskólann. Stanford er einn virtasti háskóli Bandaríkjanna. Áfanginn sem Tyra mun kenna sem gestakennari fjallar um persónulega markaðssetningu, eða hvernig fólk getur komið sjálfu sér á framfæri með því að markaðssetja sig á ákveðinn hátt. Tyra hefur kennt ýmissa grasa eftir að hún hætti að sitja fyrir fyrir nokkrum árum. Hún hefur verið þáttastjórnandi í raunveruleikaþáttunum Americas Next Top Model ásamt því að vera með sinn eigin spjallþátt. Hún sagði í viðtali við Wall Street Journal að þrátt fyrir að námsefni áfangans sé skemmtilegt þá komist nemendur ekki upp með nein skrípalæti. Hún ætli alfarið að banna farsíma í tímum hjá sér nema ef fólk vilji tísta einhverjum viskumolum sem hún segir. Tyra slæst í hóp með stjörnum á borð við Oprah, Angelinu Jolie og LL Cool J sem munu einnig kenna við virta háskóla næsta skólaárið. Tengdar fréttir Angelina Jolie verður prófessor í einum virtasta háskóla heims Angelina kemur til með að kenna í áfanga við London School of Economics. 24. maí 2016 09:30 Mest lesið Það er kominn tími til fyrir hvítu gallabuxurnar Glamour Mest áberandi trend ársins 2016 Glamour Myrkur Marc Jacobs Glamour „Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Glamour Toppaðu þig með topp Glamour Alexander Wang heldur villt partý í nýjustu auglýsingu sinni Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour
Bandaríska ofurfyrirsætan Tyra Banks kemur til með að kenna kúrs í M.B.A námi við Stanford háskólann. Stanford er einn virtasti háskóli Bandaríkjanna. Áfanginn sem Tyra mun kenna sem gestakennari fjallar um persónulega markaðssetningu, eða hvernig fólk getur komið sjálfu sér á framfæri með því að markaðssetja sig á ákveðinn hátt. Tyra hefur kennt ýmissa grasa eftir að hún hætti að sitja fyrir fyrir nokkrum árum. Hún hefur verið þáttastjórnandi í raunveruleikaþáttunum Americas Next Top Model ásamt því að vera með sinn eigin spjallþátt. Hún sagði í viðtali við Wall Street Journal að þrátt fyrir að námsefni áfangans sé skemmtilegt þá komist nemendur ekki upp með nein skrípalæti. Hún ætli alfarið að banna farsíma í tímum hjá sér nema ef fólk vilji tísta einhverjum viskumolum sem hún segir. Tyra slæst í hóp með stjörnum á borð við Oprah, Angelinu Jolie og LL Cool J sem munu einnig kenna við virta háskóla næsta skólaárið.
Tengdar fréttir Angelina Jolie verður prófessor í einum virtasta háskóla heims Angelina kemur til með að kenna í áfanga við London School of Economics. 24. maí 2016 09:30 Mest lesið Það er kominn tími til fyrir hvítu gallabuxurnar Glamour Mest áberandi trend ársins 2016 Glamour Myrkur Marc Jacobs Glamour „Þetta snýst ekki bara um mig, heldur okkur öll“ Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Glamour Toppaðu þig með topp Glamour Alexander Wang heldur villt partý í nýjustu auglýsingu sinni Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour
Angelina Jolie verður prófessor í einum virtasta háskóla heims Angelina kemur til með að kenna í áfanga við London School of Economics. 24. maí 2016 09:30