Deloitte lögsótt vegna peningaþvættis Ingvar Haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 10:30 Fjárfestingafélag í Dubai telur Deloitte ekki hafa staðið sig í stykkinu. Fjárfestingafélag í Dubai hyggst lögsækja Deloitte í Mið-Austurlöndum. Endurskoðunarfyrirtækið er sakað um að hafa ekki komið upp um peningaþvætti hjá gjaldþrota líbönskum banka að því er Business Insider greinir frá. Lebanese Canadian Bank (LCB) greiddi yfir 100 milljónir dollar, um 12 milljarða íslenskra króna árið 2011 eftir rannsókn bandarískra yfirvalda á peningaþvætti bankans tengdu fíkniefnaviðskiptum og fjármögnun Hezbollah og fleiri herskárra samtaka. Deloitte hefur verið aðalendurskoðandi bankans frá árinu 1995. LCB var lokað eftir rannsókn FBI og DEA, sem fer með rannsókn fíkniefnamála í Bandaríkjunum. Eftir það voru flestar eignir LCB seldar franska bankanum Société Générale. Haft er eftir forsvarsmönnum Deloitte á vef Business Insider að engin stefna hafi enn borist og fyrirtækið standi við það efni sem það hafi gefið út. Bandaríska fjármálaráðuneytið sagði í skýrslu árið 2011 að reikningar hjá LCB hefðu ítrekað verið notaðir af einstaklingum sem tengdust fíkniefnasmygli og peningaþvætti vegna vanrækslu stjórnenda bankans. Nærri 230 milljónir dollara, um 17 milljarðar íslenskra króna, af illa fengnu fé, hafi farið í gegnum LCB á meðan Deloitte hafi séð um endurskoðun bankans. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestingafélag í Dubai hyggst lögsækja Deloitte í Mið-Austurlöndum. Endurskoðunarfyrirtækið er sakað um að hafa ekki komið upp um peningaþvætti hjá gjaldþrota líbönskum banka að því er Business Insider greinir frá. Lebanese Canadian Bank (LCB) greiddi yfir 100 milljónir dollar, um 12 milljarða íslenskra króna árið 2011 eftir rannsókn bandarískra yfirvalda á peningaþvætti bankans tengdu fíkniefnaviðskiptum og fjármögnun Hezbollah og fleiri herskárra samtaka. Deloitte hefur verið aðalendurskoðandi bankans frá árinu 1995. LCB var lokað eftir rannsókn FBI og DEA, sem fer með rannsókn fíkniefnamála í Bandaríkjunum. Eftir það voru flestar eignir LCB seldar franska bankanum Société Générale. Haft er eftir forsvarsmönnum Deloitte á vef Business Insider að engin stefna hafi enn borist og fyrirtækið standi við það efni sem það hafi gefið út. Bandaríska fjármálaráðuneytið sagði í skýrslu árið 2011 að reikningar hjá LCB hefðu ítrekað verið notaðir af einstaklingum sem tengdust fíkniefnasmygli og peningaþvætti vegna vanrækslu stjórnenda bankans. Nærri 230 milljónir dollara, um 17 milljarðar íslenskra króna, af illa fengnu fé, hafi farið í gegnum LCB á meðan Deloitte hafi séð um endurskoðun bankans.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira