Telja ríkið fengið viðunandi verð við söluna á hlut í Reitum ingvar haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 13:45 Reitir hafa gefið út að fyrirtækið hyggist opna matarmarkað í Holtagörðum. fréttablaðið/hanna Sérfræðingar á markaði telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í Reitum fasteignafélagi. Ríkið seldi 6,38 prósenta hlut í Reitum á 3,9 milljarða króna á mánudaginn í opnu útboði. Verðið samsvarar 83,3 krónum á hlut. Hlutabréfaverð í fasteignafélaginu fór hæst í 88 krónur á hlut þann 11. maí og er því 5,6 prósentum lægra en þegar verðið var hæst. „Mér finnst ekki hægt að spá fyrir um áframhaldandi hækkun á hlutabréfaverði með það góðum líkum að það sé hægt að gagnrýna ríkið fyrir að selja þessar eignir,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu. Hann bendir á að alls óvíst sé hvort hlutabréfaverð í Reitum nái aftur sama toppi og í maí. Þá hafi verð í Reitum lækkað minna en markaðurinn í heild en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur fallið um 8,8 prósent frá lokum apríl. Þar vegi þyngst lækkun á gengi Icelandair en hlutabréf í flugfélaginu hafa fallið um 31 prósent frá apríllokum. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri félögum með stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna í byrjun ársins. „Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hlutabréfafjárfestingum þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir og búa til peninga til að greiða niður skuldir,“ segir Jóhann. Þau sjónarmið vegi þyngra en að tímasetja sölu nákvæmlega enda viti enginn hvort það myndi takast. Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, bendir á að Reitir hafi nýlega skilað prýðisgóðu uppgjöri og rekstur félagsins sé í góðu horfi. Það sé vart tilgangur ríkisins að eiga hlutabréfin til lengri tíma. „Það er mjög erfitt að finna einhvern réttan tíma. Þetta er ekki verri tími til að selja félagið en hver annar,“ segir Kristján. Félagið Lindarhvoll var stofnað í vor til að halda utan um sölu stöðugleikaeignanna. Meðal hluta sem ríkinu féllu í skaut var hlutur í Reitum, Símanum, Eimskipum, Sjóvá, Lyfju, Dohop og Lýsingu. Ríkið er nú stærsti hluthafi Sjóvár með 13,93 prósenta hlut en hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 11,2 prósent frá því það var hæst um miðjan apríl. Í Eimskipum hefur hlutabréfaverðið hins vegar hækkað um ríflega 15 prósent. Hlutabréfaverð í Símanum er nú um einu prósenti lægra en það var um miðjan apríl. Leiða má að því líkur að hlutur í þeim félögum verði einnig seldur á næstunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði við Fréttablaðið þann 30. apríl að mikill áhugi væri á mörgum þeirra eigna sem Lindarhvoll héldi á og tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma þeim í verð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að fjármálaráðuneytið áætlaði að félagið myndi fullnusta áttatíu prósent af verðmætum eignanna innan átján mánaða. Fyrr í sumar réð Lindarhvoll Landsbankann til að sjá um sölu á hlutum í skráðu félögunum Reitum, Símanum, Eimskipum og Sjóvá. Virðing var ráðin ráðgjafi við sölu á hlut í Lyfju en ríkið á nú allt hlutafé í Lyfju. Starfsemi Lindarhvols Reitir fasteignafélag Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sérfræðingar á markaði telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í Reitum fasteignafélagi. Ríkið seldi 6,38 prósenta hlut í Reitum á 3,9 milljarða króna á mánudaginn í opnu útboði. Verðið samsvarar 83,3 krónum á hlut. Hlutabréfaverð í fasteignafélaginu fór hæst í 88 krónur á hlut þann 11. maí og er því 5,6 prósentum lægra en þegar verðið var hæst. „Mér finnst ekki hægt að spá fyrir um áframhaldandi hækkun á hlutabréfaverði með það góðum líkum að það sé hægt að gagnrýna ríkið fyrir að selja þessar eignir,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu. Hann bendir á að alls óvíst sé hvort hlutabréfaverð í Reitum nái aftur sama toppi og í maí. Þá hafi verð í Reitum lækkað minna en markaðurinn í heild en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur fallið um 8,8 prósent frá lokum apríl. Þar vegi þyngst lækkun á gengi Icelandair en hlutabréf í flugfélaginu hafa fallið um 31 prósent frá apríllokum. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri félögum með stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna í byrjun ársins. „Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hlutabréfafjárfestingum þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir og búa til peninga til að greiða niður skuldir,“ segir Jóhann. Þau sjónarmið vegi þyngra en að tímasetja sölu nákvæmlega enda viti enginn hvort það myndi takast. Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, bendir á að Reitir hafi nýlega skilað prýðisgóðu uppgjöri og rekstur félagsins sé í góðu horfi. Það sé vart tilgangur ríkisins að eiga hlutabréfin til lengri tíma. „Það er mjög erfitt að finna einhvern réttan tíma. Þetta er ekki verri tími til að selja félagið en hver annar,“ segir Kristján. Félagið Lindarhvoll var stofnað í vor til að halda utan um sölu stöðugleikaeignanna. Meðal hluta sem ríkinu féllu í skaut var hlutur í Reitum, Símanum, Eimskipum, Sjóvá, Lyfju, Dohop og Lýsingu. Ríkið er nú stærsti hluthafi Sjóvár með 13,93 prósenta hlut en hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 11,2 prósent frá því það var hæst um miðjan apríl. Í Eimskipum hefur hlutabréfaverðið hins vegar hækkað um ríflega 15 prósent. Hlutabréfaverð í Símanum er nú um einu prósenti lægra en það var um miðjan apríl. Leiða má að því líkur að hlutur í þeim félögum verði einnig seldur á næstunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði við Fréttablaðið þann 30. apríl að mikill áhugi væri á mörgum þeirra eigna sem Lindarhvoll héldi á og tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma þeim í verð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að fjármálaráðuneytið áætlaði að félagið myndi fullnusta áttatíu prósent af verðmætum eignanna innan átján mánaða. Fyrr í sumar réð Lindarhvoll Landsbankann til að sjá um sölu á hlutum í skráðu félögunum Reitum, Símanum, Eimskipum og Sjóvá. Virðing var ráðin ráðgjafi við sölu á hlut í Lyfju en ríkið á nú allt hlutafé í Lyfju.
Starfsemi Lindarhvols Reitir fasteignafélag Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira