Er um að ræða hálfgerðan kampavinsklúbb forréttindahóps eða er verið að vinna mikilvægt starf?
Þetta eru spurningar sem Sindri Sindrason hafði með sér í farteskinu þegar hann fór af stað í tökur á þáttaröðinni Sendiráð Íslands, sem verður sýnd á Stöð 2 í haust.
Sendiráð Íslands eru alls tuttugu talsins og heimsótti Sindri níu þeirra. Í Moskvu, New York, Tókýó, Berlín, París, Osló, Færeyjum og tvö í Brussel (NATO-megin og ESB-megin).
Sindri skoðaði mismunandi áherslur innan sendiráðana. Í New York og Tókýó eru viðskipti til dæmis í forgrunni á meðan listir og menning eru áberandi í Berlín.
Glæsilegir sendiherrabústaðir fá að njóta sín í þáttunum og skyggnst er inn í óvenjulegt líf sendiherra, maka þeirra og starfsfólks sendiráðanna.
Þá eru sagðar sögur þeirra sem nýta sér þjónustu sendiráðanna og er vonast til að þáttaröðin gefi áhorfendum hugmynd um í hvað skattpeningurinn fer og hvort sendiráðin skipti máli.
Sendiráð Íslands hefst miðvikudaginn 14. september á Stöð 2.