Lífið

Skoðar hvort sendi­ráð Ís­lands séu kampa­víns­­klúbbar eða mikil­væg þjónusta

Tinni Sveinsson skrifar
Sindri Sindrason flakkaði milli heimsálfa og skoðaði sendiráð Íslands.
Sindri Sindrason flakkaði milli heimsálfa og skoðaði sendiráð Íslands.
Hvert er hlutverk sendiráða Íslands? Eru þau tímaskekkja, óþarfi á tímum þegar meiri peningum þarf að verja í heilbrigðis og menntamál eða skipta þau máli?



Er um að ræða hálfgerðan kampavinsklúbb forréttindahóps eða er verið að vinna mikilvægt starf?



Þetta eru spurningar sem Sindri Sindrason hafði með sér í farteskinu þegar hann fór af stað í tökur á þáttaröðinni Sendiráð Íslands, sem verður sýnd á Stöð 2 í haust.

Sendiráð Íslands eru alls tuttugu talsins og heimsótti Sindri níu þeirra. Í Moskvu, New York, Tókýó, Berlín, París, Osló, Færeyjum og tvö í Brussel (NATO-megin og ESB-megin).

Sindri skoðaði mismunandi áherslur innan sendiráðana. Í New York og Tókýó eru viðskipti til dæmis í forgrunni á meðan listir og menning eru áberandi í Berlín.

Glæsilegir sendiherrabústaðir fá að njóta sín í þáttunum og skyggnst er inn í óvenjulegt líf sendiherra, maka þeirra og starfsfólks sendiráðanna.

Þá eru sagðar sögur þeirra sem nýta sér þjónustu sendiráðanna og er vonast til að þáttaröðin gefi áhorfendum hugmynd um í hvað skattpeningurinn fer og hvort sendiráðin skipti máli.

Sendiráð Íslands hefst miðvikudaginn 14. september á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×