Leikur að tölum Þorvaldur Gylfason skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Kringla heimsins sú er mannfólkið byggir telur nú rösklega sjö milljarða manna, sjö þúsund milljónir manns. Talan sjö er í þægileg þessu viðfangi vegna þess að samanlögð framleiðsla heimsins er nú um 70 trilljónir Bandaríkjadala á ári, eða m.ö.o. 70.000 milljarðar dala. Af þessu leiðir að meðalframleiðsla á mann á ári um heiminn í heild er nú um 10.000 dalir. Þetta er mun meiri framleiðsla en áður var eins og ráða má af því að meðalframleiðsla á mann á ári í Evrópu er um 45.000 dalir sem er þó ekki nema rösklega fjórfalt heimsmeðaltal. Hér sjáum við hvílíku Grettistaki fátækum þjóðum hefur tekizt að lyfta, einkum Indlandi og Kína þar sem rösklega þriðji hver jarðarbúi á heima, 2,7 milljarðar manna af 7,4.Að hefja sig upp af eigin rammleik Þessum rösklega sjö milljörðum jarðarbúa er þægilegt að skipta í þrjá flokka. Fátækasti milljarðurinn býr í lágtekjulöndum þar sem meðaltekjur á mann eru langt undir heimsmeðaltali eða um sjöttungur. Í svo fátækum löndum fara margir næstum alls á mis. Ríkasti milljarðurinn – það erum við Evrópubúar, Norður-Ameríkumenn, Japanar, Ástralar o.fl. – býr í hátekjulöndum þar sem ýmislegt er nú orðið eins og það á að vera þótt enn sé mörgu ábótavant. Milliflokkinn fylla þeir fimm milljarðar manna sem eftir eru, þ. á m. Indverjar og Kínverjar. Miðlungstekjulöndin hófu sig flest af eigin rammleik upp úr lágtekjuflokknum (ég segi flest því sum þeirra auðguðust fyrir einskæra tilviljun, t.d. sum olíulönd). Sjaldgæft er að hátekjulönd hrapi niður um flokk, en þannig fór þó t.d. fyrir Argentínu eftir 1930 fyrir eigin mistök í hagstjórn. . Fjórir af hverjum fimm reykingamönnum búa í miðlungs- og lágtekjulöndum, en fimmtungurinn býr í hátekjulöndum. Langlífi: Úr 2. sæti í 13. sæti Hvítvoðungur í Kína getur nú vænzt þess að ná 76 ára aldri borið saman við 43 ár 1960. Indverskt ungabarn getur vænzt þess að ná 68 ára aldri borið saman við 41 ár 1960. Þessar tölur vitna um gríðarleg umskipti. Framfarir í efnahagsmálum lýsa sér stundum ekki síður í heilbrigðistölum en í hagtölum. Ævilíkur Íslendinga eru nú 82 ár en voru 73 ár 1960. Ísland skipar nú 13. sæti listans yfir langlífustu þjóðir heims. Heimsmetið á fólkið í Hong Kong, 84 ár skv. alþjóðlegum heilbrigðisskýrslum. Japanar, Spánverjar, Svisslendingar, Ítalar, Singapúrar, Frakkar, Liechtensteinar, Ástralar, Lúxemborgarar, Kóreumenn og Ísraelar lifa nú lengur en Íslendingar. Munurinn er að sönnu ekki mikill, hann mælist í mánuðum. En við höfum dregizt aftur úr öðrum. Við vorum næstlanglífasta þjóð heimsins 1960, næst á eftir Noregi. Það er sjaldgæft að ævilíkur minnki, en þess eru þó dæmi, ekki aðeins í fátækum löndum sem urðu fyrir barðinu á eyðniveirunni heldur einnig í okkar heimshluta. Ævilíkur Rússa mjökuðust úr 66 árum 1960 upp í 69 ár 1988 og minnkuðu síðan niður í 64 ár 1994 og jukust síðan aftur upp í 70 ár 2012. Aðeins eitt annað dæmi um slíkt þekkist í okkar heimshluta og það er frá Bandaríkjunum þar sem ævilíkur miðaldra hvítra Bandaríkjamanna hafa farið lækkandi frá 1999 af völdum ólifnaðarsjúkdóma og sjálfsvíga. Af þessu leiðir að ævilíkur Bandaríkjamanna á heildina litið hafa aukizt hægar en ella og eru nú 79 ár. Bandaríkjamenn lifa að jafnaði tveim til fjórum árum skemur en Evrópumenn. Evrópa hefur smám saman, einkum fyrir tilstilli ESB, þokað Bandaríkjunum aftur fyrir sig í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Ójöfnuður bitnar á lífskjörum Hagfræðingar og aðrir hafa lengi gert sér grein fyrir að opinberar tölur um framleiðslu og tekjur segja ekki alla söguna um árangur þjóða í efnahagsmálum. Þess vegna notum við t.d. heilbrigðistölur eins og ég hef gert hér að framan til að draga upp skýrari mynd. Opinberar stofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðirnar, hafa sinnt þessu kalli, m.a. með því að birta víðfeðmari vísitölur sem taka menntun og heilbrigði fólksins með í reikninginn við hlið tekna. Þannig er hún fengin lífskjaravísitala SÞ (e. Human Development Index) þar sem Bandaríkin skipa 8. sæti á eftir Noregi, Ástralíu, Sviss, Danmörku, Hollandi, Þýzkalandi og Írlandi. En bíðum við. Hvers vegna skyldum við einblína á tekjur á mann, menntun og heilbrigði án tillits til þess hvernig gæðunum er skipt á meðal fólks? Í þessu ljósi birta þau hjá SÞ einnig leiðrétta lífskjaravísitölu þar sem misskipting tekna, menntunar og heilbrigðis kemur til frádráttar eftir kúnstarinnar reglum. Við þessa leiðréttingu hrapa Bandaríkin úr 8. sæti listans niður í 28. sæti. Næstum öll Evrópa er ofar á listanum.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Kringla heimsins sú er mannfólkið byggir telur nú rösklega sjö milljarða manna, sjö þúsund milljónir manns. Talan sjö er í þægileg þessu viðfangi vegna þess að samanlögð framleiðsla heimsins er nú um 70 trilljónir Bandaríkjadala á ári, eða m.ö.o. 70.000 milljarðar dala. Af þessu leiðir að meðalframleiðsla á mann á ári um heiminn í heild er nú um 10.000 dalir. Þetta er mun meiri framleiðsla en áður var eins og ráða má af því að meðalframleiðsla á mann á ári í Evrópu er um 45.000 dalir sem er þó ekki nema rösklega fjórfalt heimsmeðaltal. Hér sjáum við hvílíku Grettistaki fátækum þjóðum hefur tekizt að lyfta, einkum Indlandi og Kína þar sem rösklega þriðji hver jarðarbúi á heima, 2,7 milljarðar manna af 7,4.Að hefja sig upp af eigin rammleik Þessum rösklega sjö milljörðum jarðarbúa er þægilegt að skipta í þrjá flokka. Fátækasti milljarðurinn býr í lágtekjulöndum þar sem meðaltekjur á mann eru langt undir heimsmeðaltali eða um sjöttungur. Í svo fátækum löndum fara margir næstum alls á mis. Ríkasti milljarðurinn – það erum við Evrópubúar, Norður-Ameríkumenn, Japanar, Ástralar o.fl. – býr í hátekjulöndum þar sem ýmislegt er nú orðið eins og það á að vera þótt enn sé mörgu ábótavant. Milliflokkinn fylla þeir fimm milljarðar manna sem eftir eru, þ. á m. Indverjar og Kínverjar. Miðlungstekjulöndin hófu sig flest af eigin rammleik upp úr lágtekjuflokknum (ég segi flest því sum þeirra auðguðust fyrir einskæra tilviljun, t.d. sum olíulönd). Sjaldgæft er að hátekjulönd hrapi niður um flokk, en þannig fór þó t.d. fyrir Argentínu eftir 1930 fyrir eigin mistök í hagstjórn. . Fjórir af hverjum fimm reykingamönnum búa í miðlungs- og lágtekjulöndum, en fimmtungurinn býr í hátekjulöndum. Langlífi: Úr 2. sæti í 13. sæti Hvítvoðungur í Kína getur nú vænzt þess að ná 76 ára aldri borið saman við 43 ár 1960. Indverskt ungabarn getur vænzt þess að ná 68 ára aldri borið saman við 41 ár 1960. Þessar tölur vitna um gríðarleg umskipti. Framfarir í efnahagsmálum lýsa sér stundum ekki síður í heilbrigðistölum en í hagtölum. Ævilíkur Íslendinga eru nú 82 ár en voru 73 ár 1960. Ísland skipar nú 13. sæti listans yfir langlífustu þjóðir heims. Heimsmetið á fólkið í Hong Kong, 84 ár skv. alþjóðlegum heilbrigðisskýrslum. Japanar, Spánverjar, Svisslendingar, Ítalar, Singapúrar, Frakkar, Liechtensteinar, Ástralar, Lúxemborgarar, Kóreumenn og Ísraelar lifa nú lengur en Íslendingar. Munurinn er að sönnu ekki mikill, hann mælist í mánuðum. En við höfum dregizt aftur úr öðrum. Við vorum næstlanglífasta þjóð heimsins 1960, næst á eftir Noregi. Það er sjaldgæft að ævilíkur minnki, en þess eru þó dæmi, ekki aðeins í fátækum löndum sem urðu fyrir barðinu á eyðniveirunni heldur einnig í okkar heimshluta. Ævilíkur Rússa mjökuðust úr 66 árum 1960 upp í 69 ár 1988 og minnkuðu síðan niður í 64 ár 1994 og jukust síðan aftur upp í 70 ár 2012. Aðeins eitt annað dæmi um slíkt þekkist í okkar heimshluta og það er frá Bandaríkjunum þar sem ævilíkur miðaldra hvítra Bandaríkjamanna hafa farið lækkandi frá 1999 af völdum ólifnaðarsjúkdóma og sjálfsvíga. Af þessu leiðir að ævilíkur Bandaríkjamanna á heildina litið hafa aukizt hægar en ella og eru nú 79 ár. Bandaríkjamenn lifa að jafnaði tveim til fjórum árum skemur en Evrópumenn. Evrópa hefur smám saman, einkum fyrir tilstilli ESB, þokað Bandaríkjunum aftur fyrir sig í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Ójöfnuður bitnar á lífskjörum Hagfræðingar og aðrir hafa lengi gert sér grein fyrir að opinberar tölur um framleiðslu og tekjur segja ekki alla söguna um árangur þjóða í efnahagsmálum. Þess vegna notum við t.d. heilbrigðistölur eins og ég hef gert hér að framan til að draga upp skýrari mynd. Opinberar stofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðirnar, hafa sinnt þessu kalli, m.a. með því að birta víðfeðmari vísitölur sem taka menntun og heilbrigði fólksins með í reikninginn við hlið tekna. Þannig er hún fengin lífskjaravísitala SÞ (e. Human Development Index) þar sem Bandaríkin skipa 8. sæti á eftir Noregi, Ástralíu, Sviss, Danmörku, Hollandi, Þýzkalandi og Írlandi. En bíðum við. Hvers vegna skyldum við einblína á tekjur á mann, menntun og heilbrigði án tillits til þess hvernig gæðunum er skipt á meðal fólks? Í þessu ljósi birta þau hjá SÞ einnig leiðrétta lífskjaravísitölu þar sem misskipting tekna, menntunar og heilbrigðis kemur til frádráttar eftir kúnstarinnar reglum. Við þessa leiðréttingu hrapa Bandaríkin úr 8. sæti listans niður í 28. sæti. Næstum öll Evrópa er ofar á listanum.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun