Aðeins um vexti og verðtryggingu Valgerður Bjarnadóttir skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun