Fentanýl hundrað sinnum sterkara en morfín Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 19:15 Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir Lyfjastofnunnar segir Fentanýl mjög hættulegt sé það í röngum höndum. VÍSIR/SKJÁSKOT Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið Fentanýl hér á landi. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Í gær greindi Stöð 2 frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu Fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Misnotkun Fentanýls, sem er afar sterkt verkjalyf, hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má tugi dauðsfalla til notkunar lyfsins síðustu mánuði. Umræðan komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu Fentanýls í maí síðastliðnum. En er mikið af Fentanýli í umferð á Íslandi?„Við náttúrulega höfum engar upplýsingar um svarta markaðinn, en miðað við innflutningstölur á löglegu lyfi þá eru ekki merki um aukningu umfram önnur lyf,“ segir Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir hjá Lyfjastofnun. Lyfið er sérlega hættulegt sökum þess hve sterkt það er. „Þetta er eitt sterkasta verkjalyf sem er til á markaðnum. Fentanýl er um það bil hundrað sinnum sterkara en morfín, ef við tökum milligramm fyrir milligramm af lyfi, og sirka fimmtíu sinnum sterkara en heróín meira að segja. Það segir sig sjálf að þetta er mjög öflugt og þar af leiðandi hættulegt lyf,“ segir hann. Lyfið er lyfseðilsskylt en tvö dauðsföll hér á landi í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu síðustu helgi. „Þetta er mjög gott verkjalyf en hættulegar aukaverkanir. Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ segir Kolbeinn Guðmundsson. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið Fentanýl hér á landi. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Í gær greindi Stöð 2 frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu Fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Misnotkun Fentanýls, sem er afar sterkt verkjalyf, hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má tugi dauðsfalla til notkunar lyfsins síðustu mánuði. Umræðan komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu Fentanýls í maí síðastliðnum. En er mikið af Fentanýli í umferð á Íslandi?„Við náttúrulega höfum engar upplýsingar um svarta markaðinn, en miðað við innflutningstölur á löglegu lyfi þá eru ekki merki um aukningu umfram önnur lyf,“ segir Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir hjá Lyfjastofnun. Lyfið er sérlega hættulegt sökum þess hve sterkt það er. „Þetta er eitt sterkasta verkjalyf sem er til á markaðnum. Fentanýl er um það bil hundrað sinnum sterkara en morfín, ef við tökum milligramm fyrir milligramm af lyfi, og sirka fimmtíu sinnum sterkara en heróín meira að segja. Það segir sig sjálf að þetta er mjög öflugt og þar af leiðandi hættulegt lyf,“ segir hann. Lyfið er lyfseðilsskylt en tvö dauðsföll hér á landi í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu síðustu helgi. „Þetta er mjög gott verkjalyf en hættulegar aukaverkanir. Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ segir Kolbeinn Guðmundsson.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45
Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53