Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2016 19:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent