Fimm kíló af garni sem segja sögu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 Ýr kláraði nám í textílhönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og hefur unnið að ýmiss konar textílverkefnum undir nafninu Ýrúrarí frá árinu 2012. Vísir/Ernir Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst. Menning Tíska og hönnun Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira