Innlent

Baltasar Kormákur í kvöldfréttum Stöðvar 2

Baltasar leikur aðalhlutverk myndarinnar en hann er einnig leikstjóri hennar og framleiðandi.
Baltasar leikur aðalhlutverk myndarinnar en hann er einnig leikstjóri hennar og framleiðandi. VÍSIR
Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur verður gestur Telmu Tómasson klukkan 19:10 á Stöð 2 í kvöld, strax á eftir kvöldfréttum og Sportpakkanum.

Þann 9. september mun Baltasar frumsýna nýjustu kvikmynd sína, Eiðinn. Baltasar framleiðir og leikstýrir myndinni en hann fer einnig með aðalhlutverk hennar.

Myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu.

Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Að þessu sinni er Baltasar ekki einungis leikstjóri og einn af framleiðandum myndarinnar, heldur leikur hann einnig aðalhlutverið.

Telma og Baltasar munu ræða gerð kvikmyndarinnar og margt fleira, klukkan 19:10 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×