Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2016 17:30 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Lewis Hamilton fékk í dag þunga refsingu fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 en hann fer fram á Spa-brautinni í Belgíu. Hamilton neyddist til að gera breytingar á vél sinni eftir að hafa lent í vandræðum á æfingum í dag. Fyrir það fékk hann refsingu og þarf að ræsa 30 sætum aftar í keppninni á sunnudag. Hann segir að markmiðið sé enn að vinna keppnina en að það verði mjög erfitt. „Bilið á milli bílanna hefur minnkað. Red Bull-bílarnir hafa verið mjög fljótir í sumum keppnanna sem og Ferrari. Það verður erfitt að komast í gegnum pakkann en ég mun gera allt sem ég get,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að lágmarka skaðann sem hlýst af refsingunni. Þetta er liðsíþrótt og höfum við lært mikið af þessu. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur.“ Hamilton er sem stendur með nítján stiga forystu í keppninni um meistaratitilinn en Nico Rosberg, liðsfélagi hans hjá Mercedes, kemur næstur á eftir honum. Red Bull náði góðum árangri á seinni æfingunni í dag en Max Verstappen náði besta tímanum og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo, var næstur. Mercedes var í vandræðum á æfingunni en Rosberg náði sjötta besta tímanum og Hamilton þrettándu. Formúla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton fékk í dag þunga refsingu fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 en hann fer fram á Spa-brautinni í Belgíu. Hamilton neyddist til að gera breytingar á vél sinni eftir að hafa lent í vandræðum á æfingum í dag. Fyrir það fékk hann refsingu og þarf að ræsa 30 sætum aftar í keppninni á sunnudag. Hann segir að markmiðið sé enn að vinna keppnina en að það verði mjög erfitt. „Bilið á milli bílanna hefur minnkað. Red Bull-bílarnir hafa verið mjög fljótir í sumum keppnanna sem og Ferrari. Það verður erfitt að komast í gegnum pakkann en ég mun gera allt sem ég get,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að lágmarka skaðann sem hlýst af refsingunni. Þetta er liðsíþrótt og höfum við lært mikið af þessu. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur.“ Hamilton er sem stendur með nítján stiga forystu í keppninni um meistaratitilinn en Nico Rosberg, liðsfélagi hans hjá Mercedes, kemur næstur á eftir honum. Red Bull náði góðum árangri á seinni æfingunni í dag en Max Verstappen náði besta tímanum og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo, var næstur. Mercedes var í vandræðum á æfingunni en Rosberg náði sjötta besta tímanum og Hamilton þrettándu.
Formúla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira