Kaepernick neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttur Stefán Árni Pálsson skrifar 28. ágúst 2016 09:00 Kaepernick í leik með 49ers. vísir/getty Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttir fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers en um var að ræða æfingaleik fyrir komandi tímabil Í NFL-deildinni. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið. Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks í Bandaríkjunum með því að sitja á meðan heyrðist í þjóðsöngvinum. Hann útskýrði athæfið fyrir fjölmiðlum eftir leikinn. „Ég er ekki að fara standa og þykjast vera stoltur af þjóð okkar og fánanum þegar við kúgum blökkumenn og annað litað fólk í okkar landi,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. „Fyrir mér er þetta stærra en fótbolti og það væri einfaldlega sjálfselskt af mér að horfa í hina áttina. Hér fara fram fjöldi morða á ári hverju tengdum litarháttum.“ Hann hafði ekki sagt neinu frá áætlunum hans fyrir leikinn. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get fengið ráðleggingar frá öðrum. Ég er ekki að leita að samþykki annarra, ég verð að standa með fólki sem verður fyrir þessari kúgun.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kaepernick gerir þetta á undirbúningstímabilinu en hann hafði gert þetta í tvígang áður. Þá aftur á móti var hann ekki í liðinu og í borgararlegum klæðum. Því tók enginn eftir þessu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu um atvikið eftir leikinn. Þar kom fram að þjóðsöngurinn væri mikilvægur hluti af leiknum og staður fyrir fólk til heiðra land og þjóð. Það væri samt ávallt val allra að taka þátt í athöfninni. NFL Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttir fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers en um var að ræða æfingaleik fyrir komandi tímabil Í NFL-deildinni. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið. Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks í Bandaríkjunum með því að sitja á meðan heyrðist í þjóðsöngvinum. Hann útskýrði athæfið fyrir fjölmiðlum eftir leikinn. „Ég er ekki að fara standa og þykjast vera stoltur af þjóð okkar og fánanum þegar við kúgum blökkumenn og annað litað fólk í okkar landi,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. „Fyrir mér er þetta stærra en fótbolti og það væri einfaldlega sjálfselskt af mér að horfa í hina áttina. Hér fara fram fjöldi morða á ári hverju tengdum litarháttum.“ Hann hafði ekki sagt neinu frá áætlunum hans fyrir leikinn. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get fengið ráðleggingar frá öðrum. Ég er ekki að leita að samþykki annarra, ég verð að standa með fólki sem verður fyrir þessari kúgun.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kaepernick gerir þetta á undirbúningstímabilinu en hann hafði gert þetta í tvígang áður. Þá aftur á móti var hann ekki í liðinu og í borgararlegum klæðum. Því tók enginn eftir þessu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu um atvikið eftir leikinn. Þar kom fram að þjóðsöngurinn væri mikilvægur hluti af leiknum og staður fyrir fólk til heiðra land og þjóð. Það væri samt ávallt val allra að taka þátt í athöfninni.
NFL Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira