Vonbrigði með fjögurra ára samgönguáætlun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2016 20:30 Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar
Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira