Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 12:37 Þegar eru svokallaðir kynlausir klefar í Árbæjarlaug, Grafarvogslaug og Laugardalslaug. Vísir/Reykjavíkurborg Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr. Sundlaugar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr.
Sundlaugar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira