Breytum rétt Valgerður Bjarnadóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Varðhundar kerfisins og valdsins vilja helst engu breyta. Sumir þeirra átta sig á því að krafan um breytingar er svo sterk að eitthvað verður undan að láta. Þegar þeir átta sig upphefst talið um hina víðtæku sátt. Aðrir eiga að nálgast þeirra sjónarmið og fallast á sem minnstar breytingar – það er víðtæk sátt. Við eigum að halda ótrauð áfram við að berjast fyrir því að þjóðinni verði sett ný stjórnarskrá. Þrjú eða fjögur ný ákvæði í stjórnarskrá eru ekki svar við vilja fólksins um að fá nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðsins.Útrýmum fátækt Ég á mér uppáhaldskafla í tillögum Stjórnlagaráðsins. Það er kaflinn um mannréttindi. Í honum eru félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi færð í stjórnarskrána. Það er sannarlega kominn tími til kveða upp úr með að fátækt samræmist ekki grunngildum þjóðarinnar. Það er sannarlega kominn tími til að skylda ríkisvaldið til að útrýma fátækt. Það er sannarlega kominn tími til að tryggja í stjórnarskrá réttinn til almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Það er ekki hægt, segja einhverjir, það er of kostnaðarsamt. Auðvitað er hægt að útrýma hér fátækt og tryggja allt hitt, segi ég. Það er hægt með því að auðlindarentan renni til þjóðarinnar en ekki í vasa þeirra sem nýta þær. Það er hægt með því að þeir sem hafa hæstar tekjurnar borgi hlutfallslega mun hærri skatta en hinir. Það er hægt með því að stokka spilin og gefa upp á nýtt.Kröfur um nýja stjórnarskrá Það er stærsta og brýnasta verkefni næsta kjörtímabils að svara kröfum um nýja stjórnarskrá og um leið tryggja öllum þau réttindi sem mannréttindakafli frumvarps stjórnlagaráðsins kveður á um. Við erum rík þjóð, við höfum efni á þessu. Nýtum auðlindarentuna í þágu fólksins í stað þess að hún renni í vasa útgerðarmanna og álfyrirtækja. – Fyrir því vil ég berjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Varðhundar kerfisins og valdsins vilja helst engu breyta. Sumir þeirra átta sig á því að krafan um breytingar er svo sterk að eitthvað verður undan að láta. Þegar þeir átta sig upphefst talið um hina víðtæku sátt. Aðrir eiga að nálgast þeirra sjónarmið og fallast á sem minnstar breytingar – það er víðtæk sátt. Við eigum að halda ótrauð áfram við að berjast fyrir því að þjóðinni verði sett ný stjórnarskrá. Þrjú eða fjögur ný ákvæði í stjórnarskrá eru ekki svar við vilja fólksins um að fá nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðsins.Útrýmum fátækt Ég á mér uppáhaldskafla í tillögum Stjórnlagaráðsins. Það er kaflinn um mannréttindi. Í honum eru félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi færð í stjórnarskrána. Það er sannarlega kominn tími til kveða upp úr með að fátækt samræmist ekki grunngildum þjóðarinnar. Það er sannarlega kominn tími til að skylda ríkisvaldið til að útrýma fátækt. Það er sannarlega kominn tími til að tryggja í stjórnarskrá réttinn til almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Það er ekki hægt, segja einhverjir, það er of kostnaðarsamt. Auðvitað er hægt að útrýma hér fátækt og tryggja allt hitt, segi ég. Það er hægt með því að auðlindarentan renni til þjóðarinnar en ekki í vasa þeirra sem nýta þær. Það er hægt með því að þeir sem hafa hæstar tekjurnar borgi hlutfallslega mun hærri skatta en hinir. Það er hægt með því að stokka spilin og gefa upp á nýtt.Kröfur um nýja stjórnarskrá Það er stærsta og brýnasta verkefni næsta kjörtímabils að svara kröfum um nýja stjórnarskrá og um leið tryggja öllum þau réttindi sem mannréttindakafli frumvarps stjórnlagaráðsins kveður á um. Við erum rík þjóð, við höfum efni á þessu. Nýtum auðlindarentuna í þágu fólksins í stað þess að hún renni í vasa útgerðarmanna og álfyrirtækja. – Fyrir því vil ég berjast.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar