Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra á Ólympíuleikunum. vísir/anton brink Íslenska fimleikastelpan Irina Sazonova hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó og skrifaði þar söguna með því að vera sú fyrsta sem keppir fyrir Ísland í fimleikakeppni leikanna. Það eru þó örugglega flestir sem líta svo á að við Íslendingar eigum einnig keppanda í kvöld þegar úrslitin fara fram í fjölþraut kvenna. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hélt upp á átján ára afmælið sitt í gær og í dag tekur hún risastórt skref á fimleikaferli sínum þegar hún keppir í úrslitum á móti öllum hinum bestu fimleikakonum heimsins. Það er ekki slæmt að halda upp á þetta tímamótaafmæli með annars konar tímamótum.Vísir/AntonKemur alltaf heim á jólunum Það er erfitt að halda því fram að Eyþóra Elísabet sé ekki íslensk þótt hún keppi fyrir Holland og hafi verið búsett þar alla tíð. Foreldrar hennar og skyldmenni eru öll Íslendingar, hún talar íslensku eins og hún hafi búið alla tíð á Íslandi og hún kemur oft „heim“ á jólunum eins og hún orðar það sjálf. Hún hefur hins vegar alist upp í hollenska fimleikageiranum og það er því ekkert skrítið að hún hafi valið að keppa fyrir Holland. Hollendingar eru líka heppnir að fá hana. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í undankeppninni og náði þar 8. sæti. Hún hreyfir sig eins og ballerína en allar hreyfingar og stökk eru mjög afslöppuð og áreynslulaus. Það er ekki hægt að sjá annað en að framtíð hennar sé mjög björt. „Auðvitað var mikið stress enda eru þetta Ólympíuleikarnir. Þetta er svo stórt og þegar ég var lítil stelpa þá langaði mig svo að komast á Ólympíuleikana. Það er því æðislegt að sjá drauminn sinn rætast,“ segir hún. Eyþóra Elísabet er í skýjunum yfir árangri sínum til þessa og það var gaman að sjá að hún leit á úrslitin sem gott tækifæri til að bæta fyrir það sem klikkaði. Það var sérstaklega eitt fall við lok frábærrar æfingar hennar á gólfi sem var hvað sárast. „Ég var vissulega svekkt en það má ekki láta þetta eyðileggja meira fyrir sér. Ég varð bara að einbeita mér að næstu grein sem var stökkið,“ segir Eyþóra.Vísir/AntonLiðið treystir á mig Gólfið og sláin voru samt aðeins til vandræða. Atvikið á gólfinu í úrslitunum og svo þegar hún datt á hökuna á slánni þremur dögum fyrir keppni. Hún reyndi að fela marið á hökunni með farða en það sást samt aðeins. Hún bætir úr því fyrir kvöldið. „Gólf og slá eru eiginlega best hjá mér. Það gekk svo rosalega vel í gólfæfingunni í undankeppninni þangað til í síðasta stökkinu. Það var svona „ahhh“,“ segir Eyþóra. Hún náði að klára síðustu greinina og tryggja bæði sig og hollenska liðið í úrslitin. „Liðið er líka að treysta á mig þannig að ég varð að halda áfram,“ segir hún. Styrkleiki og mikilvægi Eyþóru fyrir hollenska landsliðið sést líka í liðakeppninni. Þar var hún sú eina í hollenska liðinu sem keppti á öllum fjórum áhöldunum en aðeins þrjár af fimm keppa á hverju áhaldi. „Það er mjög fínt hjá mér að hafa verið efst í hollenska liðinu og ég er mjög ánægð með það.“Vísir/AntonFjölskyldan býr á Íslandi Það hefur ekki farið fram hjá Eyþóru að Íslendingar hafa áhuga á því sem hún er að gera hér úti á leikunum í Ríó. „Það er mjög gaman að vita af því að það sé verið að fylgjast með mér á Íslandi. Það er gott fyrir hjartað mitt að allir heima á Íslandi séu að fylgjast með,“ segir Eyþóra og það vekur strax athygli að hún notar orðið heima. „Allir í minni fjölskyldu eiga heima á Íslandi. Amma og allir eru að fylgjast með sem er mjög gaman,“ segir Eyþóra. Hún segir það hafa komið til greina að keppa fyrir Ísland en taldi það vera best í stöðunni fyrir sig að keppa sem Hollendingur. Íslendingar mega samt alveg eiga eitthvað í henni. „Það er mjög gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér. Það er gaman fyrir mig að fylgjast með því hvernig þið á Íslandi fylgist með mér,“ segir Eyþóra. Það er því í góðu lagi að kalla hana líka fimleikastjörnuna okkar og segja að það sé Íslendingur að keppa í úrslitum í fimleikakeppni ÓL í kvöld. Hún keppir bara fyrir Holland. Fimleikar Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Íslenska fimleikastelpan Irina Sazonova hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó og skrifaði þar söguna með því að vera sú fyrsta sem keppir fyrir Ísland í fimleikakeppni leikanna. Það eru þó örugglega flestir sem líta svo á að við Íslendingar eigum einnig keppanda í kvöld þegar úrslitin fara fram í fjölþraut kvenna. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hélt upp á átján ára afmælið sitt í gær og í dag tekur hún risastórt skref á fimleikaferli sínum þegar hún keppir í úrslitum á móti öllum hinum bestu fimleikakonum heimsins. Það er ekki slæmt að halda upp á þetta tímamótaafmæli með annars konar tímamótum.Vísir/AntonKemur alltaf heim á jólunum Það er erfitt að halda því fram að Eyþóra Elísabet sé ekki íslensk þótt hún keppi fyrir Holland og hafi verið búsett þar alla tíð. Foreldrar hennar og skyldmenni eru öll Íslendingar, hún talar íslensku eins og hún hafi búið alla tíð á Íslandi og hún kemur oft „heim“ á jólunum eins og hún orðar það sjálf. Hún hefur hins vegar alist upp í hollenska fimleikageiranum og það er því ekkert skrítið að hún hafi valið að keppa fyrir Holland. Hollendingar eru líka heppnir að fá hana. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í undankeppninni og náði þar 8. sæti. Hún hreyfir sig eins og ballerína en allar hreyfingar og stökk eru mjög afslöppuð og áreynslulaus. Það er ekki hægt að sjá annað en að framtíð hennar sé mjög björt. „Auðvitað var mikið stress enda eru þetta Ólympíuleikarnir. Þetta er svo stórt og þegar ég var lítil stelpa þá langaði mig svo að komast á Ólympíuleikana. Það er því æðislegt að sjá drauminn sinn rætast,“ segir hún. Eyþóra Elísabet er í skýjunum yfir árangri sínum til þessa og það var gaman að sjá að hún leit á úrslitin sem gott tækifæri til að bæta fyrir það sem klikkaði. Það var sérstaklega eitt fall við lok frábærrar æfingar hennar á gólfi sem var hvað sárast. „Ég var vissulega svekkt en það má ekki láta þetta eyðileggja meira fyrir sér. Ég varð bara að einbeita mér að næstu grein sem var stökkið,“ segir Eyþóra.Vísir/AntonLiðið treystir á mig Gólfið og sláin voru samt aðeins til vandræða. Atvikið á gólfinu í úrslitunum og svo þegar hún datt á hökuna á slánni þremur dögum fyrir keppni. Hún reyndi að fela marið á hökunni með farða en það sást samt aðeins. Hún bætir úr því fyrir kvöldið. „Gólf og slá eru eiginlega best hjá mér. Það gekk svo rosalega vel í gólfæfingunni í undankeppninni þangað til í síðasta stökkinu. Það var svona „ahhh“,“ segir Eyþóra. Hún náði að klára síðustu greinina og tryggja bæði sig og hollenska liðið í úrslitin. „Liðið er líka að treysta á mig þannig að ég varð að halda áfram,“ segir hún. Styrkleiki og mikilvægi Eyþóru fyrir hollenska landsliðið sést líka í liðakeppninni. Þar var hún sú eina í hollenska liðinu sem keppti á öllum fjórum áhöldunum en aðeins þrjár af fimm keppa á hverju áhaldi. „Það er mjög fínt hjá mér að hafa verið efst í hollenska liðinu og ég er mjög ánægð með það.“Vísir/AntonFjölskyldan býr á Íslandi Það hefur ekki farið fram hjá Eyþóru að Íslendingar hafa áhuga á því sem hún er að gera hér úti á leikunum í Ríó. „Það er mjög gaman að vita af því að það sé verið að fylgjast með mér á Íslandi. Það er gott fyrir hjartað mitt að allir heima á Íslandi séu að fylgjast með,“ segir Eyþóra og það vekur strax athygli að hún notar orðið heima. „Allir í minni fjölskyldu eiga heima á Íslandi. Amma og allir eru að fylgjast með sem er mjög gaman,“ segir Eyþóra. Hún segir það hafa komið til greina að keppa fyrir Ísland en taldi það vera best í stöðunni fyrir sig að keppa sem Hollendingur. Íslendingar mega samt alveg eiga eitthvað í henni. „Það er mjög gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér. Það er gaman fyrir mig að fylgjast með því hvernig þið á Íslandi fylgist með mér,“ segir Eyþóra. Það er því í góðu lagi að kalla hana líka fimleikastjörnuna okkar og segja að það sé Íslendingur að keppa í úrslitum í fimleikakeppni ÓL í kvöld. Hún keppir bara fyrir Holland.
Fimleikar Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira