Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Ritstjórn skrifar 12. ágúst 2016 08:30 Glamour/Silja Magg Ágústblað Glamour er komið út og allir sem hafa eitthvað fylgst með tísku og tímaritum í gegnum tíðina þekkja forsíðufyrirsætuna okkar, sjálf Christy Turlington Burns. Christy er ein af þekktustu fyrirsætum níunda og tíunda áratugarins. Fyrirsæta sem var í hópi nafna á borð við Naomi Campbell, Lindu Evangelista, Kate Moss og Claudiu Schiffer sem seint gleymast. Þrátt fyrir að vera enn í fremstu röð meðal fyrirsætna í heiminum berst Christy nú fyrir málstað góðgerðafélagsins Every Mother Counts, til að lækka dánartíðni kvenna í fæðingum í heiminum. Það er sú vinna sem dregur hana til Íslands þennan mánuðinn, en Christy er á leiðinni til landsins ásamt fjölskyldu sinni og teymi sem ætlar að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið þann 20.ágúst næstkomandi. Ferðalag Christy hefst hinsvegar hér í Glamour en við sendum teymi til hennar í New York til að forvitnast um málefnið sem á hug hennar og hjarta, og ætti að skipta okkur öll miklu máli. Góðgerðafélög og starfsemi skipa stóran sess í þessu tölublaði enda getum við öll lagt eitthvað að mörkum í þá áttina. Allt um það í nýjasta Glamour en það var Telma Þormarsdóttir sem spjallaði við Christy en Silja Magg á heiðurinn að gullfallegum myndaþætti. Myndir/Silja MaggAllt það nýjasta í heimi förðunar, tísku og lífstíl er einnig á sínum stað eins og venjulega þar sem við færum okkur hægt og rólega inn í haustið. Ekki missa af nýjasta Glamour, komið í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér eða með því að senda tölvupóst á glamour@glamour.is! Glamour Tíska Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Þetta eru vinsælustu skórnir í Bandaríkjunum Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour
Ágústblað Glamour er komið út og allir sem hafa eitthvað fylgst með tísku og tímaritum í gegnum tíðina þekkja forsíðufyrirsætuna okkar, sjálf Christy Turlington Burns. Christy er ein af þekktustu fyrirsætum níunda og tíunda áratugarins. Fyrirsæta sem var í hópi nafna á borð við Naomi Campbell, Lindu Evangelista, Kate Moss og Claudiu Schiffer sem seint gleymast. Þrátt fyrir að vera enn í fremstu röð meðal fyrirsætna í heiminum berst Christy nú fyrir málstað góðgerðafélagsins Every Mother Counts, til að lækka dánartíðni kvenna í fæðingum í heiminum. Það er sú vinna sem dregur hana til Íslands þennan mánuðinn, en Christy er á leiðinni til landsins ásamt fjölskyldu sinni og teymi sem ætlar að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið þann 20.ágúst næstkomandi. Ferðalag Christy hefst hinsvegar hér í Glamour en við sendum teymi til hennar í New York til að forvitnast um málefnið sem á hug hennar og hjarta, og ætti að skipta okkur öll miklu máli. Góðgerðafélög og starfsemi skipa stóran sess í þessu tölublaði enda getum við öll lagt eitthvað að mörkum í þá áttina. Allt um það í nýjasta Glamour en það var Telma Þormarsdóttir sem spjallaði við Christy en Silja Magg á heiðurinn að gullfallegum myndaþætti. Myndir/Silja MaggAllt það nýjasta í heimi förðunar, tísku og lífstíl er einnig á sínum stað eins og venjulega þar sem við færum okkur hægt og rólega inn í haustið. Ekki missa af nýjasta Glamour, komið í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér eða með því að senda tölvupóst á glamour@glamour.is!
Glamour Tíska Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Þetta eru vinsælustu skórnir í Bandaríkjunum Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour