Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Ritstjórn skrifar 12. ágúst 2016 08:30 Glamour/Silja Magg Ágústblað Glamour er komið út og allir sem hafa eitthvað fylgst með tísku og tímaritum í gegnum tíðina þekkja forsíðufyrirsætuna okkar, sjálf Christy Turlington Burns. Christy er ein af þekktustu fyrirsætum níunda og tíunda áratugarins. Fyrirsæta sem var í hópi nafna á borð við Naomi Campbell, Lindu Evangelista, Kate Moss og Claudiu Schiffer sem seint gleymast. Þrátt fyrir að vera enn í fremstu röð meðal fyrirsætna í heiminum berst Christy nú fyrir málstað góðgerðafélagsins Every Mother Counts, til að lækka dánartíðni kvenna í fæðingum í heiminum. Það er sú vinna sem dregur hana til Íslands þennan mánuðinn, en Christy er á leiðinni til landsins ásamt fjölskyldu sinni og teymi sem ætlar að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið þann 20.ágúst næstkomandi. Ferðalag Christy hefst hinsvegar hér í Glamour en við sendum teymi til hennar í New York til að forvitnast um málefnið sem á hug hennar og hjarta, og ætti að skipta okkur öll miklu máli. Góðgerðafélög og starfsemi skipa stóran sess í þessu tölublaði enda getum við öll lagt eitthvað að mörkum í þá áttina. Allt um það í nýjasta Glamour en það var Telma Þormarsdóttir sem spjallaði við Christy en Silja Magg á heiðurinn að gullfallegum myndaþætti. Myndir/Silja MaggAllt það nýjasta í heimi förðunar, tísku og lífstíl er einnig á sínum stað eins og venjulega þar sem við færum okkur hægt og rólega inn í haustið. Ekki missa af nýjasta Glamour, komið í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér eða með því að senda tölvupóst á glamour@glamour.is! Glamour Tíska Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Gucci opnar fínan veitingastað Glamour
Ágústblað Glamour er komið út og allir sem hafa eitthvað fylgst með tísku og tímaritum í gegnum tíðina þekkja forsíðufyrirsætuna okkar, sjálf Christy Turlington Burns. Christy er ein af þekktustu fyrirsætum níunda og tíunda áratugarins. Fyrirsæta sem var í hópi nafna á borð við Naomi Campbell, Lindu Evangelista, Kate Moss og Claudiu Schiffer sem seint gleymast. Þrátt fyrir að vera enn í fremstu röð meðal fyrirsætna í heiminum berst Christy nú fyrir málstað góðgerðafélagsins Every Mother Counts, til að lækka dánartíðni kvenna í fæðingum í heiminum. Það er sú vinna sem dregur hana til Íslands þennan mánuðinn, en Christy er á leiðinni til landsins ásamt fjölskyldu sinni og teymi sem ætlar að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið þann 20.ágúst næstkomandi. Ferðalag Christy hefst hinsvegar hér í Glamour en við sendum teymi til hennar í New York til að forvitnast um málefnið sem á hug hennar og hjarta, og ætti að skipta okkur öll miklu máli. Góðgerðafélög og starfsemi skipa stóran sess í þessu tölublaði enda getum við öll lagt eitthvað að mörkum í þá áttina. Allt um það í nýjasta Glamour en það var Telma Þormarsdóttir sem spjallaði við Christy en Silja Magg á heiðurinn að gullfallegum myndaþætti. Myndir/Silja MaggAllt það nýjasta í heimi förðunar, tísku og lífstíl er einnig á sínum stað eins og venjulega þar sem við færum okkur hægt og rólega inn í haustið. Ekki missa af nýjasta Glamour, komið í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér eða með því að senda tölvupóst á glamour@glamour.is!
Glamour Tíska Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Gucci opnar fínan veitingastað Glamour