Maðurinn sem varð óvart Ólympíumeistari Stefán Pálsson skrifar 14. ágúst 2016 10:00 Júdókonan Majlinda Kelmendi tryggði sér gullverðlaun á þriðja degi Ólympíuleikanna í Ríó. Þetta voru fyrstu gullverðlaun smáríkisins Kosovó, sem keppir nú á sínum fyrstu leikum. Í Kosovó búa ekki nema um tvær milljónir manna, svo enn veikist tilkall okkar Íslendinga til að vera mesta íþróttaþjóð álfunnar?…?miðað við höfðatölu. Verðlaun Kosovóbúa, þegar í upphafi íþróttasögu sinnar, hljóta að vera salt í sár frænda þeirra og nágranna Albana. Albanía hefur um áratugaskeið keppt á sumar- og vetrarólympíuleikum en aldrei komist á verðlaunapall. Svona er íþróttagæfu þjóðanna misskipt. Sagan hefur raunar að geyma ýmis dæmi um blómaskeið fámennra þjóða á íþróttasviðinu. Á fyrri hluta síðustu aldar voru Finnar til að mynda eitt mesta frjálsíþróttaveldi heims. Þar þurfti enga höfðatölureikninga, heldur var Finnland einatt í röð þeirra ríkja sem flest verðlaun hlutu á Ólympíuleikum. Einkum voru það finnskir hlauparar sem báru uppi hróður lands síns. Á undan Finnum, um aldamótin 1900, voru Írar í sömu stöðu. Undir lok nítjándu aldar kom fram gullkynslóð írskra frjálsíþróttamanna sem vann ótrúleg afrek. Írskir íþróttamenn áttu fjölda heimsmeta og voru atkvæðamiklir á Ólympíuleikum eftir að þeir voru endurvaktir, en stjórnmálaástandið á Írlandi og sjálfstæðisbarátta landsins setti stundum strik í reikninginn. Einn helsti brautryðjandi þessarar íþróttabylgju var bóndi að nafni Thomas Kiely. Hann er vafalítið merkasti gullverðlaunahafi Ólympíusögunnar sem aldrei keppti á Ólympíuleikum. Víkjum betur að þeirri þversögn síðar.Á þrjátíu ára ferli sínum, frá 1888 til 1908, er áætlað að Kiely hafi unnið til 3.000 verðlauna, sem sjaldnast máttu vera peningar.Íþróttirnar og peningarnir Tom Kiely fæddist árið 1869 í Ballyneale í héraðinu Tipperary, sem flestir tengja við söngleikjaslagarann sem varð einkennislag breskra hermanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Nítján ára gamall hóf hann að keppa á frjálsíþróttamótum heima fyrir og náði snemma góðum árangri. Kastgreinar og hlaup nutu einna mestra vinsælda um þær mundir, en einnig var mikil áhersla lögð á fjölgreinakeppnir þar sem keppt var í mörgum ólíkum frjálsíþróttagreinum og samanlagður stigafjöldi réð úrslitum. Fljótlega spurðist frægð bóndasonarins út úr heimahéraðinu og hann varð eftirsóttur keppandi á mótum um allt Írland. Slíkt var þó ekki vandræðalaust, því afstaða manna til atvinnumennsku í íþróttum var blendin. Skipulagðar íþróttakeppnir drógu til sín fjölda áhorfenda sem voru reiðubúnir að greiða aðgangseyri, sem þýddi að skipuleggjendur og eigendur íþróttavalla gátu haft vel upp úr krafsinu, en á sama tíma vildu forystumenn íþróttahreyfingarinnar halda í heiðri áhugamennskuhugsjóninni. Það að þiggja greiðslur fyrir keppni eða veita háum verðlaunum móttöku var talið saurga hinn göfuga anda íþróttanna. Þótt áhugamannahugsjónin væri klædd í fallegan búning, má auðveldlega túlka hana á annan veg líka. Krafan um áhugamennsku fól í sér tilraun til að gera íþróttirnar að einkaeign yfirstéttarinnar. Iðjulitlir ungir menn af aðalsættum eða úr borgarastétt gátu leyft sér að æfa íþróttir sér til skemmtunar og greiddu úr eigin vasa kostnað við íþróttaferðir, jafnvel landa á milli. Alþýðufólk átti ekki kost á slíkum munaði. Einhvers konar atvinnumennska var forsenda þess að efnalitlir menn gætu unnið afrek í íþróttum. Þessi gagnstæðu sjónarmið gátu af sér siðferðislegan tvískinnung. Skipuleggjendur íþróttamóta voru fundvísir á leiðir til að greiða íþróttagörpum undir borðið og endalaus álitamál gátu komið upp. Hvenær væru verðlaunagripir svo verðmætir að rétt væri að líta á þá sem launagreiðslu? Mætti íþróttamaður þiggja greiðslur fyrir að koma fram í auglýsingum? Og hvað ef íþróttamaður þægi laun fyrir þjálfun eða sýningu í annarri keppnisgrein en sinni eigin? Oftar en ekki komu slík ágreiningsmál upp eftir að íþróttamenn unnu til verðlauna og eignuðust þannig öfundarmenn. Íþróttaferill Kielys á Írlandi var þessu marki brenndur. Á þrjátíu ára ferli sínum, frá 1888 til 1908, er áætlað að hann hafi unnið til 3.000 verðlauna, sem sjaldnast máttu vera peningar. Þess í stað áskotnuðust honum kynstrin öll af hvers kyns skrautmunum, listaverkum og húsbúnaði sem unnt var að koma í verð. Af þessum 3.000 sigrum, voru um sjötíu á landsmeistaramótum á Írlandi, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Landsmetin og heimsmetin voru sömuleiðis fjölmörg, þótt utanumhald um skráningu slíkra meta hafi á þessum árum verið mun losaralegra en síðar varð. Þá hefur útbreiðsla metrakerfisins í íþróttaheiminum leikið arfleifð íþróttagarpsins grátt, því flest metin voru sett í greinum sem miðuðust við úreltar mæli- og þyngdareiningar og því löngu aflagðar.Írska klemman Fyrstu nútíma Ólympíuleikarnir voru haldnir í Aþenu árið 1896. Um þær mundir var Tom Kiely nærri hátindi ferils síns, 27 ára að aldri. Ekki mætti hann til Grikklands og raunar ekki á því von. Fyrstu Ólympíuleikarnir vöktu takmarkaðan áhuga fremstu íþróttamanna síns tíma, heldur löðuðu fremur til sín rómantíska ferðalanga sem drukkið höfðu í sig gríska menningu og sáu leikana því í hillingum. Sjálf íþróttakeppnin í Aþenu var mun lakari en á sterkustu íþróttamótum þess tíma. Aþenuleikarnir gáfu þó tóninn varðandi það sem koma skyldi í tengslum við þátttöku írskra þjóðernissinna. John Pius Boland, sem síðar varð einn af forystumönnum írskra sjálfstæðissinna á þinginu í Westminster, vann til tvennra gullverðlauna í tennis. Að hans sögn gerði hann athugasemd við að breski fáninn væri dreginn að húni og uppskar afsökunarbeiðni mótshaldara fyrir að hafa ekki haft írskan fána til reiðu. Erfitt er að segja til um sannleiksgildi sögunnar, en á seinni leikum komu upp svipuð atvik þar sem þjóðernissinnaðir írskir íþróttagarpar mótmæltu því að taka við verðlaunum sínum undir breska fánanum og drógu jafnvel upp írska fána í mótmælaskyni. Að þessu leyti minnir saga írsku íþróttamannanna nokkuð á fyrstu skref Íslendinga á Ólympíuleikum árin 1908 og 1912, þar sem til deilna kom um hvort íþróttamennirnir gengju undir íslenskum eða dönskum merkjum á setningarathöfninni. Enn í dag er ríkisfang þessara fyrstu írsku Ólympíufara viðkvæmt mál í huga Íra, sem fengið hafa því framgengt að alþjóðaólympíunefndin skráir þá bæði sem Íra og Breta í verðlaunabókum sínum.Sigurför til St. Louis Tom Kiely mætti heldur ekki til leiks á Ólympíuleikunum í París árið 1900, vafalítið vegna þess að hann vildi ekki keppa undir merkjum Bretlands. Því kemur á óvart að finna hann á lista gullverðlaunahafa í St. Louis fjórum árum síðar, þá 34 ára að aldri. Þar var í fyrsta og eina sinn keppt í fjölþraut, sem var forveri tugþrautarinnar en með nokkuð öðrum keppnisgreinum. Greinarnar voru tíu talsins og var keppt í þeim öllum samdægurs. Kastgreinarnar voru þrjár: kúluvarp, sleggjukast og lóðkast. Hástökk, langstökk og stangarstökk voru öll á listanum. Hundrað yarda hlaup og 120 yarda grindahlaup, míluhlaup og 880 yarda kappganga voru svo hlaupa- og göngugreinarnar. Sigur Kielys var sannfærandi, líkt og í öðrum íþróttakeppnum hans vestanhafs sumarið 1904. Hann sneri aftur til Írlands og var fagnað sem hetju við heimkomuna, en þá sem bandarískum meistara fremur en sigurvegara á Ólympíuleikum. Það var raunar ekki fyrr en löngu síðar að Tom Kiely var gerður að Ólympíumeistara, en fátt bendir til að hann hafi nokkru sinni litið á sig sem slíkan. Ólympíuleikarnir 1904 voru í raun ekki heildstætt íþróttamót, heldur óskipulagt samsafn stakra íþróttaviðburða í tengslum við heimssýningu líkt og verið hafði í París fjórum árum fyrr. Litlu mátti muna að þessir tvennir leikar yrðu til að drepa Ólympíuhreyfinguna, slíkt var skipulagsleysið og losarabragurinn. Keppendur á leikunum í St. Louis voru nær einvörðungu heimamenn, fáeinir Evrópubúar lögðu á sig ferðalagið og raunar var drjúgur hluti evrópsku keppendanna íþróttamenn sem staddir voru í Bandaríkjunum í öðrum erindagjörðum. Meistaramót Bandaríkjanna í fjölþraut var haldið í St. Louis á þjóðhátíðardaginn, 4. júlí og þar var Kiely meðal þátttakenda ásamt fimm Bandaríkjamönnum og öðrum Íra. Keppnisdagurinn bendir til að mótið hafi verið talinn stórviðburður, en boðið var upp á röð íþróttakeppna á sýningarsvæðinu frá júlíbyrjun og fram í lok nóvember. Sjálfir Ólympíuleikarnir voru þó sagðir fara fram á um vikutíma um mánaðamótin ágúst/september. Síðar kom í hlut sagnfræðinga að greiða úr flækjunni og í mörgum tilvikum að ákveða eftir á hvaða keppnisgreinar verðskulduðu að teljast hluti Ólympíuleikanna. Keppendur sem alla tíð höfðu talið sig réttmæta Ólympíumeistara fengu nöfn sín ekki skráð í metabækur, en aðrir fengu óvænt verðlaunaskjal í póstinum. Þannig varð um Tom Kiely. Þremur árum eftir dauða hans, árið 1954, tókst hvatvísum írskum íþróttasagnfræðingi að fá Ólympíunefndina til að viðurkenna fjölþrautarkeppnina árið 1904. Í kjölfarið urðu til ósannfærandi sögur til að skýra hvers vegna þjóðernissinninn Kiely hafi fengist til að keppa á leikunum, sem flestar ganga út á að hann hafi neitað að keppa sem Bandaríkjamaður og Breti, heldur fengið að teljast írskur, en svo verið svikinn af mótshöldurum. Allt er þetta með ólíkindabrag og rökréttast að álykta að Kiely hafi ekkert viljað af Ólympíuleikunum vita, en vinsældir leikanna í seinni tíð valda því að núna er hans helst minnst fyrir Ólympíugullið sem hann vann þó aldrei í alvöru, en enginn man eftir hinum 3.000 sigrunum og öllum lampaskermunum, prjónavélunum og málverkunum sem hann uppskar á glæstum ferli. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Júdókonan Majlinda Kelmendi tryggði sér gullverðlaun á þriðja degi Ólympíuleikanna í Ríó. Þetta voru fyrstu gullverðlaun smáríkisins Kosovó, sem keppir nú á sínum fyrstu leikum. Í Kosovó búa ekki nema um tvær milljónir manna, svo enn veikist tilkall okkar Íslendinga til að vera mesta íþróttaþjóð álfunnar?…?miðað við höfðatölu. Verðlaun Kosovóbúa, þegar í upphafi íþróttasögu sinnar, hljóta að vera salt í sár frænda þeirra og nágranna Albana. Albanía hefur um áratugaskeið keppt á sumar- og vetrarólympíuleikum en aldrei komist á verðlaunapall. Svona er íþróttagæfu þjóðanna misskipt. Sagan hefur raunar að geyma ýmis dæmi um blómaskeið fámennra þjóða á íþróttasviðinu. Á fyrri hluta síðustu aldar voru Finnar til að mynda eitt mesta frjálsíþróttaveldi heims. Þar þurfti enga höfðatölureikninga, heldur var Finnland einatt í röð þeirra ríkja sem flest verðlaun hlutu á Ólympíuleikum. Einkum voru það finnskir hlauparar sem báru uppi hróður lands síns. Á undan Finnum, um aldamótin 1900, voru Írar í sömu stöðu. Undir lok nítjándu aldar kom fram gullkynslóð írskra frjálsíþróttamanna sem vann ótrúleg afrek. Írskir íþróttamenn áttu fjölda heimsmeta og voru atkvæðamiklir á Ólympíuleikum eftir að þeir voru endurvaktir, en stjórnmálaástandið á Írlandi og sjálfstæðisbarátta landsins setti stundum strik í reikninginn. Einn helsti brautryðjandi þessarar íþróttabylgju var bóndi að nafni Thomas Kiely. Hann er vafalítið merkasti gullverðlaunahafi Ólympíusögunnar sem aldrei keppti á Ólympíuleikum. Víkjum betur að þeirri þversögn síðar.Á þrjátíu ára ferli sínum, frá 1888 til 1908, er áætlað að Kiely hafi unnið til 3.000 verðlauna, sem sjaldnast máttu vera peningar.Íþróttirnar og peningarnir Tom Kiely fæddist árið 1869 í Ballyneale í héraðinu Tipperary, sem flestir tengja við söngleikjaslagarann sem varð einkennislag breskra hermanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Nítján ára gamall hóf hann að keppa á frjálsíþróttamótum heima fyrir og náði snemma góðum árangri. Kastgreinar og hlaup nutu einna mestra vinsælda um þær mundir, en einnig var mikil áhersla lögð á fjölgreinakeppnir þar sem keppt var í mörgum ólíkum frjálsíþróttagreinum og samanlagður stigafjöldi réð úrslitum. Fljótlega spurðist frægð bóndasonarins út úr heimahéraðinu og hann varð eftirsóttur keppandi á mótum um allt Írland. Slíkt var þó ekki vandræðalaust, því afstaða manna til atvinnumennsku í íþróttum var blendin. Skipulagðar íþróttakeppnir drógu til sín fjölda áhorfenda sem voru reiðubúnir að greiða aðgangseyri, sem þýddi að skipuleggjendur og eigendur íþróttavalla gátu haft vel upp úr krafsinu, en á sama tíma vildu forystumenn íþróttahreyfingarinnar halda í heiðri áhugamennskuhugsjóninni. Það að þiggja greiðslur fyrir keppni eða veita háum verðlaunum móttöku var talið saurga hinn göfuga anda íþróttanna. Þótt áhugamannahugsjónin væri klædd í fallegan búning, má auðveldlega túlka hana á annan veg líka. Krafan um áhugamennsku fól í sér tilraun til að gera íþróttirnar að einkaeign yfirstéttarinnar. Iðjulitlir ungir menn af aðalsættum eða úr borgarastétt gátu leyft sér að æfa íþróttir sér til skemmtunar og greiddu úr eigin vasa kostnað við íþróttaferðir, jafnvel landa á milli. Alþýðufólk átti ekki kost á slíkum munaði. Einhvers konar atvinnumennska var forsenda þess að efnalitlir menn gætu unnið afrek í íþróttum. Þessi gagnstæðu sjónarmið gátu af sér siðferðislegan tvískinnung. Skipuleggjendur íþróttamóta voru fundvísir á leiðir til að greiða íþróttagörpum undir borðið og endalaus álitamál gátu komið upp. Hvenær væru verðlaunagripir svo verðmætir að rétt væri að líta á þá sem launagreiðslu? Mætti íþróttamaður þiggja greiðslur fyrir að koma fram í auglýsingum? Og hvað ef íþróttamaður þægi laun fyrir þjálfun eða sýningu í annarri keppnisgrein en sinni eigin? Oftar en ekki komu slík ágreiningsmál upp eftir að íþróttamenn unnu til verðlauna og eignuðust þannig öfundarmenn. Íþróttaferill Kielys á Írlandi var þessu marki brenndur. Á þrjátíu ára ferli sínum, frá 1888 til 1908, er áætlað að hann hafi unnið til 3.000 verðlauna, sem sjaldnast máttu vera peningar. Þess í stað áskotnuðust honum kynstrin öll af hvers kyns skrautmunum, listaverkum og húsbúnaði sem unnt var að koma í verð. Af þessum 3.000 sigrum, voru um sjötíu á landsmeistaramótum á Írlandi, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Landsmetin og heimsmetin voru sömuleiðis fjölmörg, þótt utanumhald um skráningu slíkra meta hafi á þessum árum verið mun losaralegra en síðar varð. Þá hefur útbreiðsla metrakerfisins í íþróttaheiminum leikið arfleifð íþróttagarpsins grátt, því flest metin voru sett í greinum sem miðuðust við úreltar mæli- og þyngdareiningar og því löngu aflagðar.Írska klemman Fyrstu nútíma Ólympíuleikarnir voru haldnir í Aþenu árið 1896. Um þær mundir var Tom Kiely nærri hátindi ferils síns, 27 ára að aldri. Ekki mætti hann til Grikklands og raunar ekki á því von. Fyrstu Ólympíuleikarnir vöktu takmarkaðan áhuga fremstu íþróttamanna síns tíma, heldur löðuðu fremur til sín rómantíska ferðalanga sem drukkið höfðu í sig gríska menningu og sáu leikana því í hillingum. Sjálf íþróttakeppnin í Aþenu var mun lakari en á sterkustu íþróttamótum þess tíma. Aþenuleikarnir gáfu þó tóninn varðandi það sem koma skyldi í tengslum við þátttöku írskra þjóðernissinna. John Pius Boland, sem síðar varð einn af forystumönnum írskra sjálfstæðissinna á þinginu í Westminster, vann til tvennra gullverðlauna í tennis. Að hans sögn gerði hann athugasemd við að breski fáninn væri dreginn að húni og uppskar afsökunarbeiðni mótshaldara fyrir að hafa ekki haft írskan fána til reiðu. Erfitt er að segja til um sannleiksgildi sögunnar, en á seinni leikum komu upp svipuð atvik þar sem þjóðernissinnaðir írskir íþróttagarpar mótmæltu því að taka við verðlaunum sínum undir breska fánanum og drógu jafnvel upp írska fána í mótmælaskyni. Að þessu leyti minnir saga írsku íþróttamannanna nokkuð á fyrstu skref Íslendinga á Ólympíuleikum árin 1908 og 1912, þar sem til deilna kom um hvort íþróttamennirnir gengju undir íslenskum eða dönskum merkjum á setningarathöfninni. Enn í dag er ríkisfang þessara fyrstu írsku Ólympíufara viðkvæmt mál í huga Íra, sem fengið hafa því framgengt að alþjóðaólympíunefndin skráir þá bæði sem Íra og Breta í verðlaunabókum sínum.Sigurför til St. Louis Tom Kiely mætti heldur ekki til leiks á Ólympíuleikunum í París árið 1900, vafalítið vegna þess að hann vildi ekki keppa undir merkjum Bretlands. Því kemur á óvart að finna hann á lista gullverðlaunahafa í St. Louis fjórum árum síðar, þá 34 ára að aldri. Þar var í fyrsta og eina sinn keppt í fjölþraut, sem var forveri tugþrautarinnar en með nokkuð öðrum keppnisgreinum. Greinarnar voru tíu talsins og var keppt í þeim öllum samdægurs. Kastgreinarnar voru þrjár: kúluvarp, sleggjukast og lóðkast. Hástökk, langstökk og stangarstökk voru öll á listanum. Hundrað yarda hlaup og 120 yarda grindahlaup, míluhlaup og 880 yarda kappganga voru svo hlaupa- og göngugreinarnar. Sigur Kielys var sannfærandi, líkt og í öðrum íþróttakeppnum hans vestanhafs sumarið 1904. Hann sneri aftur til Írlands og var fagnað sem hetju við heimkomuna, en þá sem bandarískum meistara fremur en sigurvegara á Ólympíuleikum. Það var raunar ekki fyrr en löngu síðar að Tom Kiely var gerður að Ólympíumeistara, en fátt bendir til að hann hafi nokkru sinni litið á sig sem slíkan. Ólympíuleikarnir 1904 voru í raun ekki heildstætt íþróttamót, heldur óskipulagt samsafn stakra íþróttaviðburða í tengslum við heimssýningu líkt og verið hafði í París fjórum árum fyrr. Litlu mátti muna að þessir tvennir leikar yrðu til að drepa Ólympíuhreyfinguna, slíkt var skipulagsleysið og losarabragurinn. Keppendur á leikunum í St. Louis voru nær einvörðungu heimamenn, fáeinir Evrópubúar lögðu á sig ferðalagið og raunar var drjúgur hluti evrópsku keppendanna íþróttamenn sem staddir voru í Bandaríkjunum í öðrum erindagjörðum. Meistaramót Bandaríkjanna í fjölþraut var haldið í St. Louis á þjóðhátíðardaginn, 4. júlí og þar var Kiely meðal þátttakenda ásamt fimm Bandaríkjamönnum og öðrum Íra. Keppnisdagurinn bendir til að mótið hafi verið talinn stórviðburður, en boðið var upp á röð íþróttakeppna á sýningarsvæðinu frá júlíbyrjun og fram í lok nóvember. Sjálfir Ólympíuleikarnir voru þó sagðir fara fram á um vikutíma um mánaðamótin ágúst/september. Síðar kom í hlut sagnfræðinga að greiða úr flækjunni og í mörgum tilvikum að ákveða eftir á hvaða keppnisgreinar verðskulduðu að teljast hluti Ólympíuleikanna. Keppendur sem alla tíð höfðu talið sig réttmæta Ólympíumeistara fengu nöfn sín ekki skráð í metabækur, en aðrir fengu óvænt verðlaunaskjal í póstinum. Þannig varð um Tom Kiely. Þremur árum eftir dauða hans, árið 1954, tókst hvatvísum írskum íþróttasagnfræðingi að fá Ólympíunefndina til að viðurkenna fjölþrautarkeppnina árið 1904. Í kjölfarið urðu til ósannfærandi sögur til að skýra hvers vegna þjóðernissinninn Kiely hafi fengist til að keppa á leikunum, sem flestar ganga út á að hann hafi neitað að keppa sem Bandaríkjamaður og Breti, heldur fengið að teljast írskur, en svo verið svikinn af mótshöldurum. Allt er þetta með ólíkindabrag og rökréttast að álykta að Kiely hafi ekkert viljað af Ólympíuleikunum vita, en vinsældir leikanna í seinni tíð valda því að núna er hans helst minnst fyrir Ólympíugullið sem hann vann þó aldrei í alvöru, en enginn man eftir hinum 3.000 sigrunum og öllum lampaskermunum, prjónavélunum og málverkunum sem hann uppskar á glæstum ferli.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira