Vilja að hætt verði við að gera bílastæði á kríuvarpsvæði í Dyrhólaey 13. ágúst 2016 07:00 Ásókn á svæðið er mikil en 90 til 150 bílar keyra í eynna á klukkustund. mynd/Eva Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira
Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira