Vilja að hætt verði við að gera bílastæði á kríuvarpsvæði í Dyrhólaey 13. ágúst 2016 07:00 Ásókn á svæðið er mikil en 90 til 150 bílar keyra í eynna á klukkustund. mynd/Eva Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir í fuglafriðlandi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bílastæðis yfir stærsta varpsvæði kríunnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhólaeyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfisstofnun vill fjarlægja gamla bílastæðið á Lágey og gera nýtt bílastæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og skeinipappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það verður að vera möguleiki á að bregðast við þeim, segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rannsaka hvað eyjan þolir marga ferðamenn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almenningssamgöngur,“ segir Snorri.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira