Handbolti

Króatar komnir áfram eftir sigur gegn Frökkum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guigou kemur inn af línunni til að skora eitt af níu mörkum sínum í dag.
Guigou kemur inn af línunni til að skora eitt af níu mörkum sínum í dag. Vísir/Getty
Króatar tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitunum í handbolta í karlaflokki í dag með naumum 29-28 sigri á Frakklandi en bæði lið eru örugg upp úr A-riðli fyrir lokaumferðina.

Frakkar tryggðu sæti sitt í úrslitunum með sigri á Argentínu á dögunum en Króatar vissu að sigur í dag þýddi að sæti í 8-liða úrslitunum væri tryggt.

Króatar leiddu 14-12 í hálfleik en Frakkar voru aldrei langt undan. Náðu Frakkar um tíma forskotinu í seinni hálfleik en Króatar náðu forskotinu á ný rétt fyrir lok leiksins.

Lauk leiknum með eins marka sigri Króata en Marko Kopljar var atkvæðamestur í króatíska liðinu með sex mörk. Í liði Frakka var Michael Gigou potturinn og pannan í sóknarleik liðsins með níu mörk.

Jónas Elíasson og Anton Pálsson dæmdu leikinn í dag en þeir sendu Marko Mamic í sturtu í seinni hálfleik með rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×