Þjóðviljinn – er hann til? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. ágúst 2016 06:00 Eru þjóðaratkvæðagreiðslur um hvaðeina það sem koma skal? Eru þær æskilegar? Er beint lýðræði betri kostur en fulltrúalýðræði? Svarið við þessum spurningum virðist blasa við: Þrisvar sinnum já. Stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur ganga yfirleitt út frá því að þróunin verði í átt að beinu lýðræði, enda sé það æskilegt, því að fólkið eigi að taka sem flestar ákvarðanir sjálft um hluti sem varða nærumhverfi þess. Maður heyrir oftar talað um slík markmið í sambandi við nýja stjórnarskrá en jöfnun atkvæðisréttar, sem furðu fáar af opinberum skrafskjóðum landsmanna hafa sýnt teljandi áhuga á, þó að þar sé nú eiginlega um að ræða grundvallarforsendu þess að hér geti þrifist heilbrigt fulltrúalýðræði sem standi undir nafni og hugmyndin um Ísland sem vöggu þingræðis í heiminum verði eitthvað annað en lundabúðaskrum.Brexit Úrslit Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa orðið til þess að tvær grímur hafa runnið á suma um að einföld þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti sjálfkrafa að leiða ævinlega til viturlegrar niðurstöðu í flóknum úrlausnarefnum. Þar tóku 38% ungs fólks þátt í ákvörðun sem varðar framtíð þess meira en gamla fólksins sem streymdi á kjörstað til þess að koma á framfæri óánægju sinni með að hafa „útlendinga“ sem nágranna, en uppsker fyrir vikið að geta ekki lengur verið langdvölum á Spáni sjálft – og hafði enginn alveg hugsað út í það, eða yfirleitt aðrar afleiðingar þeirrar ákvörðunar að greiða útgöngu atkvæði. Pundið hríðfellur, fjárfestar forða sér, atvinnulíf dregst saman, óvissa eykst á öllum sviðum og upplausn blasir við. Og svo hefjast samningaviðræður við harðdræga samningamenn ESB sem væntanlega hafa lítinn áhuga á því að verðlauna Breta fyrir brotthlaupið og skapa fordæmi fyrir aðrar þjóðir um að hagkvæmara sé að standa utan sambandsins en vera með í því. Þessi atkvæðagreiðsla er dæmi um það sem kann að gerast þegar lögð er einföld spurning – já eða nei – um flókin úrlausnarefni fyrir tiltekið mengi manna sem greiða síðan atkvæði sitt út frá öllum mögulegum prinsippum og sjónarmiðum – margt fólk eflaust undir áhrifum frá því að ESB hefur verið tilvalinn blóraböggull stjórnmálamanna í héraði þegar kemur að því að varpa af sér ábyrgð á óstjórn. En hver veit? Kannski mun niðurstaðan að lokum leiða til farsældar fyrir land og lýð í Englandi. Og kannski ná þeir góðum samningum að svissneskum hætti við ESB og treysta böndin við þau lönd sem þeim finnst þeir enn tengjast sterkari menningarlegum og sögulegum böndum en meginlandsbúum Evrópu – fyrrum nýlendur sínar víða um heim. Þetta kemur allt í ljós, en lítur óneitanlega heldur verr út en látið var í veðri vaka af útgöngusinnum fyrir kosningar, eða kjósendur gerðu sér almennt grein fyrir að kynni að gerast. Eftir stendur spurningin, sem okkur varðar: Er þjóðaratkvæðagreiðsla góð leið til að leiða slík mál til lykta?Hvaða skepna er þessi þjóð? Einhver kynni að segja: kannski leiðir þjóðaratkvæðagreiðsla ekki alltaf til góðrar eða farsællar niðurstöðu – en hún leiðir samt alltaf til réttrar niðurstöðu, því að það er alltaf rétt að láta þjóðina ráða því hvert hún vill stefna. Erfitt að andmæla því – en þó má spyrja: Er þjóð einhvers konar lífvera með sinn sérstaka vilja? Eða er þjóð kannski hentugt nafn yfir tiltekið mengi fólks með sitthvað sameiginlegt sem við skilgreinum hæfilega losaralega til að greiða fólki leið inn í það og út úr því? Og áfram má spyrja: Þegar rúmt 51 prósent skráðra kjósenda segir A en rúm 48 prósent skráðra kjósenda segja B í atkvæðagreiðslu þar sem þátttaka er rúm 70% – hefur þá þjóðin alveg áreiðanlega sagt A? Á hópurinn sem sagði B þá þar með bara að fallast á A? Með öðrum orðum: á einfaldur meirihluti, hversu naumur sem hann er, að taka ákvarðanir sem varða jafn mikið líf og heill minnihlutans? Eða á að reyna að sjá til þess að hagsmuna minnihlutans sé líka gætt? Á meirihluti fólks að taka ákvarðanir um réttindi minnihluta hóps? Fáránleg spurning: Mætti hugsa sér þá niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að banna örvhentu fólki að nota vinstri höndina, að viðlögðum refsingum? Auðvitað ekki: mannréttindi eru algild og við fæðumst öll til þeirra. En þjóð – hvað var það nú aftur? Þetta er flókið net alls konar tengsla og vensla og sameiginlegrar reynslu – og sérreynslu. Það er ekki langt síðan Íslendingar vildu frekar tengja sig við tiltekna bæi og landshluta en þjóðernið sem sagði þeim ósköp lítið. Það að vera Íslendingur er fremur ákvörðun en áskapað hlutskipti. Þetta er bara orð sem við notum um samfélag okkar. Þjóð er ekki einhvers konar æðri vera sem líkamnast bara á stundum eins og þjóðaratkvæðagreiðslum og sérstökum fundum. Hún er net og samfélag ólíkra hópa þar sem við veljum okkur fulltrúa til að setja sig inn í flókin úrlausnarefni fyrir okkar hönd og í anda þeirra lífsviðhorfa sem við teljum okkur deila með þessum fulltrúum. Víki þeir frá því kjósum við aðra. Þeir eru ekki skaffarar og reddarar heldur eiga að starfa með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Þjóðir hafa ekki einn vilja, eina þrá, eina sýn. Ákvarðanir sem varða þjóðir þurfa alltaf að lúta alls konar málamiðlunum og samningum og vera sífellt til endurskoðunar.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Eru þjóðaratkvæðagreiðslur um hvaðeina það sem koma skal? Eru þær æskilegar? Er beint lýðræði betri kostur en fulltrúalýðræði? Svarið við þessum spurningum virðist blasa við: Þrisvar sinnum já. Stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur ganga yfirleitt út frá því að þróunin verði í átt að beinu lýðræði, enda sé það æskilegt, því að fólkið eigi að taka sem flestar ákvarðanir sjálft um hluti sem varða nærumhverfi þess. Maður heyrir oftar talað um slík markmið í sambandi við nýja stjórnarskrá en jöfnun atkvæðisréttar, sem furðu fáar af opinberum skrafskjóðum landsmanna hafa sýnt teljandi áhuga á, þó að þar sé nú eiginlega um að ræða grundvallarforsendu þess að hér geti þrifist heilbrigt fulltrúalýðræði sem standi undir nafni og hugmyndin um Ísland sem vöggu þingræðis í heiminum verði eitthvað annað en lundabúðaskrum.Brexit Úrslit Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa orðið til þess að tvær grímur hafa runnið á suma um að einföld þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti sjálfkrafa að leiða ævinlega til viturlegrar niðurstöðu í flóknum úrlausnarefnum. Þar tóku 38% ungs fólks þátt í ákvörðun sem varðar framtíð þess meira en gamla fólksins sem streymdi á kjörstað til þess að koma á framfæri óánægju sinni með að hafa „útlendinga“ sem nágranna, en uppsker fyrir vikið að geta ekki lengur verið langdvölum á Spáni sjálft – og hafði enginn alveg hugsað út í það, eða yfirleitt aðrar afleiðingar þeirrar ákvörðunar að greiða útgöngu atkvæði. Pundið hríðfellur, fjárfestar forða sér, atvinnulíf dregst saman, óvissa eykst á öllum sviðum og upplausn blasir við. Og svo hefjast samningaviðræður við harðdræga samningamenn ESB sem væntanlega hafa lítinn áhuga á því að verðlauna Breta fyrir brotthlaupið og skapa fordæmi fyrir aðrar þjóðir um að hagkvæmara sé að standa utan sambandsins en vera með í því. Þessi atkvæðagreiðsla er dæmi um það sem kann að gerast þegar lögð er einföld spurning – já eða nei – um flókin úrlausnarefni fyrir tiltekið mengi manna sem greiða síðan atkvæði sitt út frá öllum mögulegum prinsippum og sjónarmiðum – margt fólk eflaust undir áhrifum frá því að ESB hefur verið tilvalinn blóraböggull stjórnmálamanna í héraði þegar kemur að því að varpa af sér ábyrgð á óstjórn. En hver veit? Kannski mun niðurstaðan að lokum leiða til farsældar fyrir land og lýð í Englandi. Og kannski ná þeir góðum samningum að svissneskum hætti við ESB og treysta böndin við þau lönd sem þeim finnst þeir enn tengjast sterkari menningarlegum og sögulegum böndum en meginlandsbúum Evrópu – fyrrum nýlendur sínar víða um heim. Þetta kemur allt í ljós, en lítur óneitanlega heldur verr út en látið var í veðri vaka af útgöngusinnum fyrir kosningar, eða kjósendur gerðu sér almennt grein fyrir að kynni að gerast. Eftir stendur spurningin, sem okkur varðar: Er þjóðaratkvæðagreiðsla góð leið til að leiða slík mál til lykta?Hvaða skepna er þessi þjóð? Einhver kynni að segja: kannski leiðir þjóðaratkvæðagreiðsla ekki alltaf til góðrar eða farsællar niðurstöðu – en hún leiðir samt alltaf til réttrar niðurstöðu, því að það er alltaf rétt að láta þjóðina ráða því hvert hún vill stefna. Erfitt að andmæla því – en þó má spyrja: Er þjóð einhvers konar lífvera með sinn sérstaka vilja? Eða er þjóð kannski hentugt nafn yfir tiltekið mengi fólks með sitthvað sameiginlegt sem við skilgreinum hæfilega losaralega til að greiða fólki leið inn í það og út úr því? Og áfram má spyrja: Þegar rúmt 51 prósent skráðra kjósenda segir A en rúm 48 prósent skráðra kjósenda segja B í atkvæðagreiðslu þar sem þátttaka er rúm 70% – hefur þá þjóðin alveg áreiðanlega sagt A? Á hópurinn sem sagði B þá þar með bara að fallast á A? Með öðrum orðum: á einfaldur meirihluti, hversu naumur sem hann er, að taka ákvarðanir sem varða jafn mikið líf og heill minnihlutans? Eða á að reyna að sjá til þess að hagsmuna minnihlutans sé líka gætt? Á meirihluti fólks að taka ákvarðanir um réttindi minnihluta hóps? Fáránleg spurning: Mætti hugsa sér þá niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að banna örvhentu fólki að nota vinstri höndina, að viðlögðum refsingum? Auðvitað ekki: mannréttindi eru algild og við fæðumst öll til þeirra. En þjóð – hvað var það nú aftur? Þetta er flókið net alls konar tengsla og vensla og sameiginlegrar reynslu – og sérreynslu. Það er ekki langt síðan Íslendingar vildu frekar tengja sig við tiltekna bæi og landshluta en þjóðernið sem sagði þeim ósköp lítið. Það að vera Íslendingur er fremur ákvörðun en áskapað hlutskipti. Þetta er bara orð sem við notum um samfélag okkar. Þjóð er ekki einhvers konar æðri vera sem líkamnast bara á stundum eins og þjóðaratkvæðagreiðslum og sérstökum fundum. Hún er net og samfélag ólíkra hópa þar sem við veljum okkur fulltrúa til að setja sig inn í flókin úrlausnarefni fyrir okkar hönd og í anda þeirra lífsviðhorfa sem við teljum okkur deila með þessum fulltrúum. Víki þeir frá því kjósum við aðra. Þeir eru ekki skaffarar og reddarar heldur eiga að starfa með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Þjóðir hafa ekki einn vilja, eina þrá, eina sýn. Ákvarðanir sem varða þjóðir þurfa alltaf að lúta alls konar málamiðlunum og samningum og vera sífellt til endurskoðunar.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. ágúst 2016
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun