Sport

Sú kólumbíska breytti silfri í gull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caterine Ibargüen fagnar í nótt.
Caterine Ibargüen fagnar í nótt. Vísir/Getty
Caterine Ibargüen frá Kólumbíu varð í nótt Ólympíumeistari í þristökki kvenna eftir flotta keppni á Ólympíuleikvanginum í Ríó.

Það voru margir Kólumbíumenn sem voru mættir til Ríó til að styðja við bakið á sinni konu og Caterine Ibargüen brást þeim ekki og stökk lengst allra.

Caterine Ibargüen stökk lengt 15,17 metra en hún átti einu stökkin yfir fimmtán metrana. Ibargüen stökk líka 15,03 metra í sínu öðru stökki og tók þá forystuna sem hún hélt allan tímann.

Yulimar Rojas frá Venesúela varð önnur og Olga Rypakova frá Kasakstan, sem vann gullið í London 2012, tók silfrið.

Caterine Ibargüen varð önnur í London fyrir fjórum árum en Olga Rypakova stökk þá 18 sentímetrum lengra en hún. Nú var hinsvegar komið að þeirri kólumbísku að fagna sigri.

Caterine Ibargüen hefur unnið bæði heimsmeistaramótin síðan á London og er nú kominn með Ólympíugull í hús líka. Það er engin vafi að þar fer besti þrístökkskona heimsins í dag.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×