Hollensk kona slasaðist á göngu á Íslandi: Leitar að bjargvættum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 14:44 Hollensk kona sem slasaðist á Leirhnjúk leitar nú að bjargvættum sínum sem báru hana niður. Mynd/The Star Hollensk hjón, Mia og Fred Flipse, sem ferðuðust um Ísland í sumar leita nú að kanadískum ferðamönnum sem komu þeim til bjargar á Leirhnjúki í Mývatnssveit eftir að Mia féll um stein og brákaði ökkla. Fjallað er um málið á vef kanadíska fjölmiðilsins Star en hjónin leituðu til Star í von um að þau gætu fundið kanadísku ferðamennina og þakkað þeim kærlega fyrir aðstoðina. Mia og Fred voru ein á göngu upp Leirhnjúk þegar Mia féll við og gat ekki haldið áfram göngu. Í umfjöllun Star segir að parið hafi fundið fyrir vonleysi eitt og yfirgefið í hrauninu þegar tíu manna hóp bar að. Hópurinn, sem var frá Toronto í Kanada, gerði sér lítið fyrir og bar konuna niður í öruggt skjól. „Við vorum svo glöð að þeir skyldu birtast. Þeir voru svo hjálpsamir og indælir. Við erum mjög þakklát en skömmumst okkur fyrir það að hafa ekki fengið nöfnin hjá þeim svo við gætum þakkað þeim kærlega fyrir,“ sögðu hjónin í samtali við Star. Leituðu þau því til blaðamanns Star í von um að þau gætu komist í samband við hópinn sem kom þeim til bjargar. Í ljós kom að Mia hafði brákað ökkla á þremur stöðum og fór hún í aðgerð vegna meiðslanna hér á landi áður en hún hélt heim á leið til Hollands. Segja hjónin að bjargvættirnir hafi verið á aldrinum 20-30 ára og vonast þau til þess að lesendur Star geti hjálpað þeim að komast í samband við ferðamennina. „Við viljum þakka þeim kærlega fyrir. Við erum hrærð yfir því að það er svona gott fólk til í heiminum,“ sögðu hjónin. „Við vonum að þið getið hjálpað okkur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hollensk hjón, Mia og Fred Flipse, sem ferðuðust um Ísland í sumar leita nú að kanadískum ferðamönnum sem komu þeim til bjargar á Leirhnjúki í Mývatnssveit eftir að Mia féll um stein og brákaði ökkla. Fjallað er um málið á vef kanadíska fjölmiðilsins Star en hjónin leituðu til Star í von um að þau gætu fundið kanadísku ferðamennina og þakkað þeim kærlega fyrir aðstoðina. Mia og Fred voru ein á göngu upp Leirhnjúk þegar Mia féll við og gat ekki haldið áfram göngu. Í umfjöllun Star segir að parið hafi fundið fyrir vonleysi eitt og yfirgefið í hrauninu þegar tíu manna hóp bar að. Hópurinn, sem var frá Toronto í Kanada, gerði sér lítið fyrir og bar konuna niður í öruggt skjól. „Við vorum svo glöð að þeir skyldu birtast. Þeir voru svo hjálpsamir og indælir. Við erum mjög þakklát en skömmumst okkur fyrir það að hafa ekki fengið nöfnin hjá þeim svo við gætum þakkað þeim kærlega fyrir,“ sögðu hjónin í samtali við Star. Leituðu þau því til blaðamanns Star í von um að þau gætu komist í samband við hópinn sem kom þeim til bjargar. Í ljós kom að Mia hafði brákað ökkla á þremur stöðum og fór hún í aðgerð vegna meiðslanna hér á landi áður en hún hélt heim á leið til Hollands. Segja hjónin að bjargvættirnir hafi verið á aldrinum 20-30 ára og vonast þau til þess að lesendur Star geti hjálpað þeim að komast í samband við ferðamennina. „Við viljum þakka þeim kærlega fyrir. Við erum hrærð yfir því að það er svona gott fólk til í heiminum,“ sögðu hjónin. „Við vonum að þið getið hjálpað okkur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira