Vefrisinn Google með nýtt stýrikerfi í smíðum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2016 11:00 Óvíst er hvaða hlutverki nýja stýrikerfið Fuchsia mun gegna. Vísir/Getty Forsvarsmenn Google eru að smíða nýtt stýrikerfi sem er alveg ótengt Android. Síða um nýja stýrikerfið, sem nefnist Fuchsia, birtist á dögunum á kóðasíðunni GitHub. Milljarðar snjallsíma styðjast við Android-stýrikerfi Google í dag. Forsvarsmenn Google hafa ekki tilkynnt neitt um þetta nýja stýrikerfi. Heimildir Business Insider benda til þess að það sé enn í frumþróun, því er enn algjörlega óljóst undir hvað stýrikerfið verði notað. Bloggarar á Android Police telja að mögulega verði það notað fyrir internet hlutanna, meðal annars snjallheimilistæki eins og ísskápa og brauðristir. Á blogginu eru færð rök fyrir því að Linux-stýrikerfið og Android-stýrikerfið séu ekki góð fyrir óhefðbundnar tölvur. Því sé eðlilegt að Google vilji þróa nýtt stýrikerfi fyrir internet hlutanna, eins og fyrirtækið gerði fyrir snjallsíma á sínum tíma. Vert er að nefna að Fuchsia er ekki takmarkað við internet hlutanna. Bloggarar Android Police skoðuðu stýrikerfið vandlega og sáu að hægt verður að nota það í fjölda kerfa, meðal annars í snjallsíma og borðtölvur. Það getur því verið að Fuchsia leysi Android- og Chrome-stýrikerfin af hólmi, til þess að sama stýrikerfi verði notað bæði í hefðbundnum tölvum og snjallsímum. Aðrar getgátur eru um að Fucshia sé einfaldlega skemmtilegt verkefni Google-starfsmanna og muni aldrei líta dagsins ljós hjá almenningi. Einungis tíminn mun leiða í ljós hver ætlun Google er með nýja stýrikerfinu. Tækni Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forsvarsmenn Google eru að smíða nýtt stýrikerfi sem er alveg ótengt Android. Síða um nýja stýrikerfið, sem nefnist Fuchsia, birtist á dögunum á kóðasíðunni GitHub. Milljarðar snjallsíma styðjast við Android-stýrikerfi Google í dag. Forsvarsmenn Google hafa ekki tilkynnt neitt um þetta nýja stýrikerfi. Heimildir Business Insider benda til þess að það sé enn í frumþróun, því er enn algjörlega óljóst undir hvað stýrikerfið verði notað. Bloggarar á Android Police telja að mögulega verði það notað fyrir internet hlutanna, meðal annars snjallheimilistæki eins og ísskápa og brauðristir. Á blogginu eru færð rök fyrir því að Linux-stýrikerfið og Android-stýrikerfið séu ekki góð fyrir óhefðbundnar tölvur. Því sé eðlilegt að Google vilji þróa nýtt stýrikerfi fyrir internet hlutanna, eins og fyrirtækið gerði fyrir snjallsíma á sínum tíma. Vert er að nefna að Fuchsia er ekki takmarkað við internet hlutanna. Bloggarar Android Police skoðuðu stýrikerfið vandlega og sáu að hægt verður að nota það í fjölda kerfa, meðal annars í snjallsíma og borðtölvur. Það getur því verið að Fuchsia leysi Android- og Chrome-stýrikerfin af hólmi, til þess að sama stýrikerfi verði notað bæði í hefðbundnum tölvum og snjallsímum. Aðrar getgátur eru um að Fucshia sé einfaldlega skemmtilegt verkefni Google-starfsmanna og muni aldrei líta dagsins ljós hjá almenningi. Einungis tíminn mun leiða í ljós hver ætlun Google er með nýja stýrikerfinu.
Tækni Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira