Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2016 17:38 Ryan Lochte og James Feigen. Vísir/Getty Dómari í Brasilíu hefur setta bandarísku sundmennina Ryan Lochte og James Feigen í farbann. Leitarheimild hefur verið gefin út fyrir herbergi þeirra og vill lögreglan rannsaka farsíma Feigen. Þeir segjast hafa, auk tveggja annarra sundmanna frá Bandaríkjunum, verið rændir af vopnuðum mönnum í leigubíl í Ríó en lögreglan segist ekki finna vísbendingar sem styðji sögu þeirra. Þá gefi myndbandsupptökur upp aðra mynd en þeir segja. Lochte virðist hafa verið farinn frá Brasilíu áður en farbannið var sett á, samkvæmt frétt BBC. Bæði Lochte og Feigen unnu til gullverðlauna á ólympíuleikunum. Frásagnir þeirra af hinu meinta ráni hafa þótt ruglingslegar. Lochte sagði fjölmiðlum fyrst frá þessu í viðtali við NBC en talsmaður ólympínefndarinnar sagði strax að umrætt rán hefði ekki átt sér stað.Sjá einnig: Heimsfrægur sundkappi rændur af hóp vopnaðra manna í Ríó Þegar Lochte ræddi við lögreglu sagðist hann hafa verið í samkvæmi með þeim Feigen, Gunnar Bentz og Jack Conger, en samkvæmið var á vegum franska ólympíuliðsins. Hann sagði að þeir hefðu verið í leigubíl á leið til ólympíuþorpsins þegar menn sem þóttust vera lögregluþjónar stöðvuðu leigubílinn. Lochte sagði ennfremur að einn mannanna hefði beint byssu að höfði hans og tekið alla peninga sem hann var með sér og persónulegar eigur.Sjá einnig: Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar og segir ósamræmi í sögum þeirra Lochte og Feigen. Til dæmis segist þeir hafa komið í þorpið um klukkan fjögur að nóttu til, en myndbandsupptökur sýni að þeir hafi komið í þorpið um klukkan sjö. Þá hafi þeir verið rólegir við öryggishliðið að þorpinu og farið í gegnum það. Þar að auki hafi þeir sagt að mismargir menn hafi staðið að ráninu. Þá hefur lögreglunni ekki tekist að finna leigubílstjórann sem keyrði þá fjóra heim í þorpið. Ólympíunefnd Bandaríkjanna segir að hún muni starfa með lögreglunni í Brasilíu. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Dómari í Brasilíu hefur setta bandarísku sundmennina Ryan Lochte og James Feigen í farbann. Leitarheimild hefur verið gefin út fyrir herbergi þeirra og vill lögreglan rannsaka farsíma Feigen. Þeir segjast hafa, auk tveggja annarra sundmanna frá Bandaríkjunum, verið rændir af vopnuðum mönnum í leigubíl í Ríó en lögreglan segist ekki finna vísbendingar sem styðji sögu þeirra. Þá gefi myndbandsupptökur upp aðra mynd en þeir segja. Lochte virðist hafa verið farinn frá Brasilíu áður en farbannið var sett á, samkvæmt frétt BBC. Bæði Lochte og Feigen unnu til gullverðlauna á ólympíuleikunum. Frásagnir þeirra af hinu meinta ráni hafa þótt ruglingslegar. Lochte sagði fjölmiðlum fyrst frá þessu í viðtali við NBC en talsmaður ólympínefndarinnar sagði strax að umrætt rán hefði ekki átt sér stað.Sjá einnig: Heimsfrægur sundkappi rændur af hóp vopnaðra manna í Ríó Þegar Lochte ræddi við lögreglu sagðist hann hafa verið í samkvæmi með þeim Feigen, Gunnar Bentz og Jack Conger, en samkvæmið var á vegum franska ólympíuliðsins. Hann sagði að þeir hefðu verið í leigubíl á leið til ólympíuþorpsins þegar menn sem þóttust vera lögregluþjónar stöðvuðu leigubílinn. Lochte sagði ennfremur að einn mannanna hefði beint byssu að höfði hans og tekið alla peninga sem hann var með sér og persónulegar eigur.Sjá einnig: Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar og segir ósamræmi í sögum þeirra Lochte og Feigen. Til dæmis segist þeir hafa komið í þorpið um klukkan fjögur að nóttu til, en myndbandsupptökur sýni að þeir hafi komið í þorpið um klukkan sjö. Þá hafi þeir verið rólegir við öryggishliðið að þorpinu og farið í gegnum það. Þar að auki hafi þeir sagt að mismargir menn hafi staðið að ráninu. Þá hefur lögreglunni ekki tekist að finna leigubílstjórann sem keyrði þá fjóra heim í þorpið. Ólympíunefnd Bandaríkjanna segir að hún muni starfa með lögreglunni í Brasilíu.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira