Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2016 17:38 Ryan Lochte og James Feigen. Vísir/Getty Dómari í Brasilíu hefur setta bandarísku sundmennina Ryan Lochte og James Feigen í farbann. Leitarheimild hefur verið gefin út fyrir herbergi þeirra og vill lögreglan rannsaka farsíma Feigen. Þeir segjast hafa, auk tveggja annarra sundmanna frá Bandaríkjunum, verið rændir af vopnuðum mönnum í leigubíl í Ríó en lögreglan segist ekki finna vísbendingar sem styðji sögu þeirra. Þá gefi myndbandsupptökur upp aðra mynd en þeir segja. Lochte virðist hafa verið farinn frá Brasilíu áður en farbannið var sett á, samkvæmt frétt BBC. Bæði Lochte og Feigen unnu til gullverðlauna á ólympíuleikunum. Frásagnir þeirra af hinu meinta ráni hafa þótt ruglingslegar. Lochte sagði fjölmiðlum fyrst frá þessu í viðtali við NBC en talsmaður ólympínefndarinnar sagði strax að umrætt rán hefði ekki átt sér stað.Sjá einnig: Heimsfrægur sundkappi rændur af hóp vopnaðra manna í Ríó Þegar Lochte ræddi við lögreglu sagðist hann hafa verið í samkvæmi með þeim Feigen, Gunnar Bentz og Jack Conger, en samkvæmið var á vegum franska ólympíuliðsins. Hann sagði að þeir hefðu verið í leigubíl á leið til ólympíuþorpsins þegar menn sem þóttust vera lögregluþjónar stöðvuðu leigubílinn. Lochte sagði ennfremur að einn mannanna hefði beint byssu að höfði hans og tekið alla peninga sem hann var með sér og persónulegar eigur.Sjá einnig: Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar og segir ósamræmi í sögum þeirra Lochte og Feigen. Til dæmis segist þeir hafa komið í þorpið um klukkan fjögur að nóttu til, en myndbandsupptökur sýni að þeir hafi komið í þorpið um klukkan sjö. Þá hafi þeir verið rólegir við öryggishliðið að þorpinu og farið í gegnum það. Þar að auki hafi þeir sagt að mismargir menn hafi staðið að ráninu. Þá hefur lögreglunni ekki tekist að finna leigubílstjórann sem keyrði þá fjóra heim í þorpið. Ólympíunefnd Bandaríkjanna segir að hún muni starfa með lögreglunni í Brasilíu. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Dómari í Brasilíu hefur setta bandarísku sundmennina Ryan Lochte og James Feigen í farbann. Leitarheimild hefur verið gefin út fyrir herbergi þeirra og vill lögreglan rannsaka farsíma Feigen. Þeir segjast hafa, auk tveggja annarra sundmanna frá Bandaríkjunum, verið rændir af vopnuðum mönnum í leigubíl í Ríó en lögreglan segist ekki finna vísbendingar sem styðji sögu þeirra. Þá gefi myndbandsupptökur upp aðra mynd en þeir segja. Lochte virðist hafa verið farinn frá Brasilíu áður en farbannið var sett á, samkvæmt frétt BBC. Bæði Lochte og Feigen unnu til gullverðlauna á ólympíuleikunum. Frásagnir þeirra af hinu meinta ráni hafa þótt ruglingslegar. Lochte sagði fjölmiðlum fyrst frá þessu í viðtali við NBC en talsmaður ólympínefndarinnar sagði strax að umrætt rán hefði ekki átt sér stað.Sjá einnig: Heimsfrægur sundkappi rændur af hóp vopnaðra manna í Ríó Þegar Lochte ræddi við lögreglu sagðist hann hafa verið í samkvæmi með þeim Feigen, Gunnar Bentz og Jack Conger, en samkvæmið var á vegum franska ólympíuliðsins. Hann sagði að þeir hefðu verið í leigubíl á leið til ólympíuþorpsins þegar menn sem þóttust vera lögregluþjónar stöðvuðu leigubílinn. Lochte sagði ennfremur að einn mannanna hefði beint byssu að höfði hans og tekið alla peninga sem hann var með sér og persónulegar eigur.Sjá einnig: Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar og segir ósamræmi í sögum þeirra Lochte og Feigen. Til dæmis segist þeir hafa komið í þorpið um klukkan fjögur að nóttu til, en myndbandsupptökur sýni að þeir hafi komið í þorpið um klukkan sjö. Þá hafi þeir verið rólegir við öryggishliðið að þorpinu og farið í gegnum það. Þar að auki hafi þeir sagt að mismargir menn hafi staðið að ráninu. Þá hefur lögreglunni ekki tekist að finna leigubílstjórann sem keyrði þá fjóra heim í þorpið. Ólympíunefnd Bandaríkjanna segir að hún muni starfa með lögreglunni í Brasilíu.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira