Aníta er komin með blóð á tennurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 07:00 „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta Hinriksdóttir eftir að hafa toppað sig á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Ríó í gær. Aníta kláraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti en hún hljóp í hraðasta riðlinum og átti ekki möguleika á tveimur efstu sætunum. Hún hljóp hins vegar það vel að aðeins nítján hlupu hraðar en hún í undanrásunum. „Mér finnst þetta fyrsta hlaup mitt á Ólympíuleikum hafi heppnast ágætlega,“ sagði Aníta hógvær eftir keppnina en hún mætti brosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina og það leyndi sér ekki að hún var sátt með sitt þrátt fyrir að sitja eftir í undankeppninni.Bætti metið um 35 sekúndubrot Aníta setti gamla Íslandsmetið þegar hún var sautján ára og hafði ekki náð að hreyfa við því í rúm þrjú ár þótt hún hafi tvisvar verið nálægt því fyrr í sumar. Nú bætti hún hins vegar metið um 35 sekúndubrot. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum en gamla metið var 2:00,49 mínútur. Aníta komst í úrslit á Evrópumótinu fyrr í sumar en nú komu inn margir gríðarlega sterkir hlauparar. „Það bættist inn hellingur af rosa sterkum stelpum og vonandi stend ég meira í þeim í framhaldinu,“ sagði Aníta en hún viðurkennir að hún hafi ekki búist við að tíminn væri svona góður þegar hún kom í markið. „Ég var svolítið hissa á tímanum. Ég hugsa ekki alveg skýrt í hlaupum en á síðustu 180 metrunum sá ég að það væri svolítið mikið sem ég þyrfti að vinna upp. Þess vegna var ég jafnvel hissa á tímanum. Mér leið vel í þessu hlaupi en vonandi kemur bráðum hlaup þar sem maður klárar allt úr sér,“ sagði Aníta. Hún var enn inni þegar hennar riðli lauk en þá voru enn fjórir riðlar eftir.Voru allar í fluggírnum „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta. Hún endaði í 2. sæti af þeim sem komust ekki áfram en af þeim hljóp aðeins hin 19 ára gamla Gudaf Tsegay frá Eþíópíu hraðar og hún átti bara eitt sekúndubrot á okkar konu. „Mér finnst eins og ég sá á leiðinni og fæ því aðeins blóð á tennurnar. Ég rosalega ánægð með Íslandsmetið,“ sagði Aníta og hún er ánægðari með árið 2016 en árið á undan. „Árið í ár hefur verið töluvert jákvæðara en árið í fyrra. Ég vil ekki vera að nota það sem afsökun en ég fékk aðeins aftan í lærið í fyrra. Svo er alltaf andi í öllum á Ólympíuári. Þetta er töluvert betra ár en það,“ segir Aníta. En hvernig var hennar fyrsta upplifun af því að keppa á Ólympíuleikum? „Þetta var mjög jákvæð upplifun fyrir mig og ég er mjög ánægð með það. Þetta var jafnvel jarðbundnara en ég hélt því að ég hélt að þetta yrði kannski svolítið yfirþyrmandi. Ég hafði heldur engu að tapa í þessu hlaupi. Ég vil auðvitað gera vel og svona en það var ekki eins mikil pressa á mér og öðrum,“ sagði Aníta. Hún viðurkenndi að það væri smá spennufall að vita af því að leikarnir væru búnir hjá sér.Tókýó 2020 næsta stóra markmið „Þetta eru Ólympíuleikar og svo allt í einu er það búið. Ég er hins vegar búinn að fá anda í mig og vonandi helst hann fram að næstu leikum,“ segir Aníta og hún ætlar að keppa á fleiri mótum í haust. „Fyrst þetta er á leiðinni hjá mér og gengur bara vel þá reyni ég kannski að ná tveimur hlaupum til viðbótar á árinu áður en tímabilið er búið,“ sagði hún. Aníta er bara tvítug og því gætu verið margir Ólympíuleikar í framtíð hennar. „Hver veit hvað ég næ að komast á marga Ólympíuleika? Eins og staðan er núna hjá mér þá eru Ólympíuleikarnir 2020 næsta risastóra markmið hjá mér,“ sagði Aníta að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
„Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta Hinriksdóttir eftir að hafa toppað sig á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Ríó í gær. Aníta kláraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti en hún hljóp í hraðasta riðlinum og átti ekki möguleika á tveimur efstu sætunum. Hún hljóp hins vegar það vel að aðeins nítján hlupu hraðar en hún í undanrásunum. „Mér finnst þetta fyrsta hlaup mitt á Ólympíuleikum hafi heppnast ágætlega,“ sagði Aníta hógvær eftir keppnina en hún mætti brosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina og það leyndi sér ekki að hún var sátt með sitt þrátt fyrir að sitja eftir í undankeppninni.Bætti metið um 35 sekúndubrot Aníta setti gamla Íslandsmetið þegar hún var sautján ára og hafði ekki náð að hreyfa við því í rúm þrjú ár þótt hún hafi tvisvar verið nálægt því fyrr í sumar. Nú bætti hún hins vegar metið um 35 sekúndubrot. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum en gamla metið var 2:00,49 mínútur. Aníta komst í úrslit á Evrópumótinu fyrr í sumar en nú komu inn margir gríðarlega sterkir hlauparar. „Það bættist inn hellingur af rosa sterkum stelpum og vonandi stend ég meira í þeim í framhaldinu,“ sagði Aníta en hún viðurkennir að hún hafi ekki búist við að tíminn væri svona góður þegar hún kom í markið. „Ég var svolítið hissa á tímanum. Ég hugsa ekki alveg skýrt í hlaupum en á síðustu 180 metrunum sá ég að það væri svolítið mikið sem ég þyrfti að vinna upp. Þess vegna var ég jafnvel hissa á tímanum. Mér leið vel í þessu hlaupi en vonandi kemur bráðum hlaup þar sem maður klárar allt úr sér,“ sagði Aníta. Hún var enn inni þegar hennar riðli lauk en þá voru enn fjórir riðlar eftir.Voru allar í fluggírnum „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta. Hún endaði í 2. sæti af þeim sem komust ekki áfram en af þeim hljóp aðeins hin 19 ára gamla Gudaf Tsegay frá Eþíópíu hraðar og hún átti bara eitt sekúndubrot á okkar konu. „Mér finnst eins og ég sá á leiðinni og fæ því aðeins blóð á tennurnar. Ég rosalega ánægð með Íslandsmetið,“ sagði Aníta og hún er ánægðari með árið 2016 en árið á undan. „Árið í ár hefur verið töluvert jákvæðara en árið í fyrra. Ég vil ekki vera að nota það sem afsökun en ég fékk aðeins aftan í lærið í fyrra. Svo er alltaf andi í öllum á Ólympíuári. Þetta er töluvert betra ár en það,“ segir Aníta. En hvernig var hennar fyrsta upplifun af því að keppa á Ólympíuleikum? „Þetta var mjög jákvæð upplifun fyrir mig og ég er mjög ánægð með það. Þetta var jafnvel jarðbundnara en ég hélt því að ég hélt að þetta yrði kannski svolítið yfirþyrmandi. Ég hafði heldur engu að tapa í þessu hlaupi. Ég vil auðvitað gera vel og svona en það var ekki eins mikil pressa á mér og öðrum,“ sagði Aníta. Hún viðurkenndi að það væri smá spennufall að vita af því að leikarnir væru búnir hjá sér.Tókýó 2020 næsta stóra markmið „Þetta eru Ólympíuleikar og svo allt í einu er það búið. Ég er hins vegar búinn að fá anda í mig og vonandi helst hann fram að næstu leikum,“ segir Aníta og hún ætlar að keppa á fleiri mótum í haust. „Fyrst þetta er á leiðinni hjá mér og gengur bara vel þá reyni ég kannski að ná tveimur hlaupum til viðbótar á árinu áður en tímabilið er búið,“ sagði hún. Aníta er bara tvítug og því gætu verið margir Ólympíuleikar í framtíð hennar. „Hver veit hvað ég næ að komast á marga Ólympíuleika? Eins og staðan er núna hjá mér þá eru Ólympíuleikarnir 2020 næsta risastóra markmið hjá mér,“ sagði Aníta að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira