Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Ritstjórn skrifar 18. ágúst 2016 10:15 Fyrirsætan Gigi Hadid hefur í gegnum tíðina þurft að verja sinn eigin líkama gegn háværum og gagnrýnum röddum. Það eru ekki nema tíu mánuðir síðan hún var sökuð um að vera of þykk til þess að vera ofurfyrirsæta af því að hún væri með brjóst, rass og mjaðmir. Hún svaraði þeim gagnýnendum fullum hálsi á þeim tíma á Instagram eins og má sjá hér að neðan. Þá sagði hún að hún elskaði sinn eigin líkama og hún hefði ekki komist svona langt í bransanum ef að tískuhúsin og annað fólk bæri ekki líka virðingu fyrir honum. Núna er hún hinsvegar að berjast frá hinni hliðinni. Gigi hefur auðsjáanlega misst nokkur kíló á seinustu mánuðum en það þarf ekki endilega að vera slæmur hlutur. Hún er mjög líkamlega virk og er dugleg að stunda líkamsrækt og box. Háværu og neikvæðuraddirnar láta það þó ekki stoppa sig og segja hana vera orðna alltof granna til þess að vera fyrirmynd fyrir ungar stúlkur. Hún svaraði einum gagnrýnanda sínum í Instagram athugasemd eins og má sjá á neðri myndinni hér fyrir neðan. Þar segir hún að líkami hennar sé enn að þroskast og þó svo að hann sé ekki sá sami og fyrir tveimur árum að þá elski hún hann ennþá. A photo posted by Gigi Hadid (@gigihadid) on Sep 28, 2015 at 4:25am PDT Gigi's response to someone who said she's going against her word and losing weight to fit in! pic.twitter.com/b4f2WNsfCT— Gigi Hadid News (@GigiHadidsNews) August 15, 2016 Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Þetta eru vinsælustu skórnir í Bandaríkjunum Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour Litríkir augnskuggar og skraut Glamour
Fyrirsætan Gigi Hadid hefur í gegnum tíðina þurft að verja sinn eigin líkama gegn háværum og gagnrýnum röddum. Það eru ekki nema tíu mánuðir síðan hún var sökuð um að vera of þykk til þess að vera ofurfyrirsæta af því að hún væri með brjóst, rass og mjaðmir. Hún svaraði þeim gagnýnendum fullum hálsi á þeim tíma á Instagram eins og má sjá hér að neðan. Þá sagði hún að hún elskaði sinn eigin líkama og hún hefði ekki komist svona langt í bransanum ef að tískuhúsin og annað fólk bæri ekki líka virðingu fyrir honum. Núna er hún hinsvegar að berjast frá hinni hliðinni. Gigi hefur auðsjáanlega misst nokkur kíló á seinustu mánuðum en það þarf ekki endilega að vera slæmur hlutur. Hún er mjög líkamlega virk og er dugleg að stunda líkamsrækt og box. Háværu og neikvæðuraddirnar láta það þó ekki stoppa sig og segja hana vera orðna alltof granna til þess að vera fyrirmynd fyrir ungar stúlkur. Hún svaraði einum gagnrýnanda sínum í Instagram athugasemd eins og má sjá á neðri myndinni hér fyrir neðan. Þar segir hún að líkami hennar sé enn að þroskast og þó svo að hann sé ekki sá sami og fyrir tveimur árum að þá elski hún hann ennþá. A photo posted by Gigi Hadid (@gigihadid) on Sep 28, 2015 at 4:25am PDT Gigi's response to someone who said she's going against her word and losing weight to fit in! pic.twitter.com/b4f2WNsfCT— Gigi Hadid News (@GigiHadidsNews) August 15, 2016
Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Þetta eru vinsælustu skórnir í Bandaríkjunum Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour Litríkir augnskuggar og skraut Glamour