Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 18:04 Lögreglan í Brasilíu segir bandarísku sundkappana hafa skáldað sögu um að þeir hafi verið rændir. Eru þeir sagðir hafa gert það til að dreifa athygli frá deilu vegna skemmdrar hurðar á bensínstöð.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir heimildarmönnum sínum innan brasilísku lögreglunnar. Er einn af sundköppunum sagður hafa brotið baðherbergishurð á bensínstöðinni sem skapaði hávaðarifrildi þegar umsjónarmenn bensínstöðvarinnar spurðu Bandaríkjamennina hvort þeir myndu ekki bæta skemmdirnar. Eftir að öryggisverðir voru kallaðir á svæðið eru Bandaríkjamennirnir sagðir hafa greitt fyrir skemmdirnar og yfirgefið svæðið. Dómari í Brasilíu setti þrjá úr bandaríska sundliðinu í farbann vegna málsins í gær. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri aftur til Bandaríkjanna á mánudag. Áður en upp komst að Lochte hefði yfirgefið Brasilíu, hafði dómarinn fyrirskipað að vegabréf fjórmenninganna yrðu gerð upptæk og að mennirnir yrðu yfirheyrðir af lögreglu, í ljósi fregna þess efnis að misræmi væri í frásögnum mannanna er varðar ránið.Tveir þeirra, Gunnar Bentz og Jack Conger, voru fjarlægðir úr flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro í gærkvöldi. Liðsfélagi þeirra, James Feigen hafði verið eftir í Brasilíu. Lochte viðurkenndi sjálfur í gær að hann hefði verið frekar ónákvæmur í frásögn sinni um að hafa verið rændur af vopnuðum manni síðastliðinn sunnudag, en neitaði því staðfastlega að sagan væri uppspuni. „Ég myndi aldrei skálda slíka frásögn og ekki félagar mínir. Í rauninni lætur hún okkur alla líta fremur illa út,“ sagði Lochte í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn NBC. Talið er að félagar hans verði yfirheyrðir af lögreglu í dag. Locthe er einn af sigursælustu sundköppum Bandaríkjanna. Hann hefur unnið til tólf verðlauna á Ólympíuleikum og státaði eitt sinn af eigin raunveruleikaþætti. Hann keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í Rio og vann til að mynda til gullverðlauna í 4x200 metra boðsundi. James Feigen vann til gullverðlauna í 4x100 metra boðsundi. Bentz keppti í undanrásum í 4x200 metra boðsundi en ekki í úrslitum. Hann fékk engu að síður gullverðlaun fyrir þátttöku sína með bandaríska boðsundsliðinu. Frásagnir um hvað kom í raun og veru fyrir þessa sundkappa hafa verið afar misvísandi frá upphafi en svo virðist vera sem að þeir hafi ekki látið lögreglu í Brasilíu né stjórn Ólympíuleikanna vita af þessu máli strax. Fregnir bárust fyrst af málinu frá móður Lochte. Lochte sagði síðan sjálfur frá málinu í viðtali við NBC síðastliðinn sunnudag. Hann sagði sig og félaga sína hafa verið á leið heim í leigubíl eftir að hafa skoðað næturlíf Rio snemma á sunnudag þegar þeir voru stöðvaðir af mönnum sem skörtuðu einkennismerkjum lögreglumanna. Hann sagði mennina hafa dregið fram skammbyssu og skipað sundköppunum að leggjast niður. „Ég neitaði en þá beindu þeir byssunni að enninu mínu,“ sagði Lochte. Lochte hefur síðan þá breytt frásögn sinni, til að mynda á þá leið að leigubíllinn hefði ekki verið stöðvaður heldur að þeir hefðu verið rændir þegar bíllinn hafði verið stöðvaður á bensínstöð. Þá sagði hann að byssunni hefði ekki verið beint að enni sínu, Hann sagði þetta misræmi stafa af áfallastreitu vegna ránsins. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Lögreglan í Brasilíu segir bandarísku sundkappana hafa skáldað sögu um að þeir hafi verið rændir. Eru þeir sagðir hafa gert það til að dreifa athygli frá deilu vegna skemmdrar hurðar á bensínstöð.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir heimildarmönnum sínum innan brasilísku lögreglunnar. Er einn af sundköppunum sagður hafa brotið baðherbergishurð á bensínstöðinni sem skapaði hávaðarifrildi þegar umsjónarmenn bensínstöðvarinnar spurðu Bandaríkjamennina hvort þeir myndu ekki bæta skemmdirnar. Eftir að öryggisverðir voru kallaðir á svæðið eru Bandaríkjamennirnir sagðir hafa greitt fyrir skemmdirnar og yfirgefið svæðið. Dómari í Brasilíu setti þrjá úr bandaríska sundliðinu í farbann vegna málsins í gær. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri aftur til Bandaríkjanna á mánudag. Áður en upp komst að Lochte hefði yfirgefið Brasilíu, hafði dómarinn fyrirskipað að vegabréf fjórmenninganna yrðu gerð upptæk og að mennirnir yrðu yfirheyrðir af lögreglu, í ljósi fregna þess efnis að misræmi væri í frásögnum mannanna er varðar ránið.Tveir þeirra, Gunnar Bentz og Jack Conger, voru fjarlægðir úr flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro í gærkvöldi. Liðsfélagi þeirra, James Feigen hafði verið eftir í Brasilíu. Lochte viðurkenndi sjálfur í gær að hann hefði verið frekar ónákvæmur í frásögn sinni um að hafa verið rændur af vopnuðum manni síðastliðinn sunnudag, en neitaði því staðfastlega að sagan væri uppspuni. „Ég myndi aldrei skálda slíka frásögn og ekki félagar mínir. Í rauninni lætur hún okkur alla líta fremur illa út,“ sagði Lochte í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn NBC. Talið er að félagar hans verði yfirheyrðir af lögreglu í dag. Locthe er einn af sigursælustu sundköppum Bandaríkjanna. Hann hefur unnið til tólf verðlauna á Ólympíuleikum og státaði eitt sinn af eigin raunveruleikaþætti. Hann keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í Rio og vann til að mynda til gullverðlauna í 4x200 metra boðsundi. James Feigen vann til gullverðlauna í 4x100 metra boðsundi. Bentz keppti í undanrásum í 4x200 metra boðsundi en ekki í úrslitum. Hann fékk engu að síður gullverðlaun fyrir þátttöku sína með bandaríska boðsundsliðinu. Frásagnir um hvað kom í raun og veru fyrir þessa sundkappa hafa verið afar misvísandi frá upphafi en svo virðist vera sem að þeir hafi ekki látið lögreglu í Brasilíu né stjórn Ólympíuleikanna vita af þessu máli strax. Fregnir bárust fyrst af málinu frá móður Lochte. Lochte sagði síðan sjálfur frá málinu í viðtali við NBC síðastliðinn sunnudag. Hann sagði sig og félaga sína hafa verið á leið heim í leigubíl eftir að hafa skoðað næturlíf Rio snemma á sunnudag þegar þeir voru stöðvaðir af mönnum sem skörtuðu einkennismerkjum lögreglumanna. Hann sagði mennina hafa dregið fram skammbyssu og skipað sundköppunum að leggjast niður. „Ég neitaði en þá beindu þeir byssunni að enninu mínu,“ sagði Lochte. Lochte hefur síðan þá breytt frásögn sinni, til að mynda á þá leið að leigubíllinn hefði ekki verið stöðvaður heldur að þeir hefðu verið rændir þegar bíllinn hafði verið stöðvaður á bensínstöð. Þá sagði hann að byssunni hefði ekki verið beint að enni sínu, Hann sagði þetta misræmi stafa af áfallastreitu vegna ránsins.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00
Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38
Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15