FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 19:00 Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira