Credit Suisse og Deutsche Bank verða ekki lengur hluti af STOXX Europe 50 vísitölunni frá og með næsta mánudag. Þeirra í stað munu tæknifyrirtækið ASML Holding og byggingarfyrirtækið Vinci koma inn.
Reuters greinir frá því að STOXX hafi tilkynnt þetta á mánudag. Europe 50 vísitalan á að ná til fimmtíu stærstu evrópsku fyrirtækjanna. Gengi hlutabréfa í bönkunum tveimur hefur lækkað um rúmlega 45 prósent það sem af er ári.
Endurskipulagning stendur nú yfir hjá báðum fyrirtækjunum, og á sér stað um þessar mundir niðurskurður bæði í starfsmannafjölda og í þjónustu til viðskiptavina.
Eftir forstjóraskipti í fyrra hefur nýr forstjóri Deutsche Bank, John Cryan, einbeitt sér að því að einfalda starfsemi bankans, lækka kostnað og draga úr sektum fyrir lagabrot.
Credit Suisse og Deutsche Bank hent út úr vísitölunni

Tengdar fréttir

Deutsche Bank og Credit Suisse tilkynna uppsagnir
Credit Suisse hefur sagt upp 200 starfsmönnum í London.