Icelandair um mál 14 ára drengsins: Gengu úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2016 13:09 Guðjón segir algengt að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu. Vísir/Pjetur Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14